Home Fréttir Í fréttum „Hefði verið hægt að viðhalda þessu húsnæði betur“

„Hefði verið hægt að viðhalda þessu húsnæði betur“

78
0
Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að til standi að kynna framkvæmdaáætlun í október. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ámundi Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu fram­kvæmda og viðhalds á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að hug­mynd­in sé að kynna áætl­un um fram­kvæmd­ir í þrem­ur skól­um í Laug­ar­dal í Reykja­vík í októ­ber.

<>

Ekki verði þó farið af stað í fram­kvæmd­ir í Laug­ar­nesskóla, Lang­holts­skóla og Lauga­lækj­ar­skóla nema fjár­magn verði tryggt fyr­ir öll­um fram­kvæmd­um.

Hann seg­ist ef­ast um að starfsmaður af um­hverf­is- og skipu­lags­sviði hafi gert lítið úr veik­ind­um kenn­ara en eins og fram kom á mbl.is í gær hafa tug­ir kenn­ara þurft að fara í veik­inda­leyfi eða hætt í skól­an­um vegna veik­inda sem tengj­ast myglu­vanda­mál­um í skól­an­um.

Ekki eins­dæmi hjá okk­ur
Nú hef­ur legið fyr­ir í ára­tug að þörf er á mikl­um viðhalds­fram­kvæmd­um í Laug­ar­nesskóla vegna myglu­vanda­mála og at­hug­un EFLA staðfesti raka­vanda­mál síðast árið 2022. Borg­in hef­ur sagst ætla að flytja nem­end­ur úr skól­an­um 2025. Hvers vegna tek­ur svona lang­an tíma að bregðast við?

„Þegar svona kem­ur upp í upp­hafi þá er verk­efnið ei­lítið ófyr­ir­séð, hvað verið er að fara út í. Það er rétt að hægt er að halda því fram að það hefði verið hægt að viðhalda þessu hús­næði bet­ur í gegn­um tíðina. Svo verður ein­hver vakn­ing um aðstæður eða inni­vist í skóla­hús­næði al­mennt. Það er ekk­ert eins­dæmi hjá Reykja­vík­ur­borg, held­ur einnig í hús­næði í öðrum sveit­ar­fé­lög­um og á vett­vangi rík­is­ins,“ seg­ir Ámundi.

En nú er skýrsla sem fram kem­ur fyr­ir 7-8 árum sem lýs­ir mikl­um vanda í hús­næðinu. Hvað veld­ur því að mál­in eru ekki tek­in föst­um tök­um. Er þetta fjár­magns­leysi eða skipu­lags­leysi?

„Það er brugðist strax við og fyrsta skýrsl­an kem­ur þótt ekki sé allt hús­næðið tekið í einu. Það er ekki fyrr en árið 2022 sem kem­ur í ljós að þarf að flytja starf­sem­ina alla til að fara í heild­ar­end­ur­bæt­ur á skól­an­um þannig að aðstæður séu í lagi. Það ger­ist ekki nema með því að flytja starfið í burtu á meðan,“ seg­ir Ámundi.

Að sögn hans ligg­ur ekki fyr­ir hve lang­an tíma það mun taka að taka skól­ann í gegn. Skóla­hald verður á meðan í flytj­an­leg­um kennslu­stof­um sem verða að stærst­um hluta staðsett­ar á bíla­stæðinu við Laug­ar­dalsvöll.

Tíma­sett áætl­un
Ætl­un­in er að kynna tíma­setta áætl­un um fram­kvæmd­ir í þrem­ur skól­um í Laug­ar­dal í októ­ber að sögn Ámunda. Hann seg­ir hug­mynd­ina að nota fær­an­legu kennslu­stof­urn­ar einnig fyr­ir nem­end­ur Lang­holts­skóla og Laug­ar­lækja­skóla í fram­haldi af fram­kvæmd­um í Laug­ar­nesskóla.

„Þetta plan sem við ætl­um að reyna að kynna í októ­ber, verður tíma­sett áætl­un. Grund­völl­ur­inn af því að það gangi eft­ir er sá að fjár­magn fá­ist til verk­efn­is­ins. Hluti af und­ir­bún­ingn­um er að áætla hvað þetta mun kosta og tryggja fjár­magnið,“ seg­ir Ámundi.

Ekki farið af stað nema fjár­magn liggi fyr­ir
Nú er þetta sam­spil póli­tík­ur, for­gangs­röðunar og skipu­lags sem þarf að huga að. Er flókið að fjár­magna svona hluti og þurfið þið sem eruð í borg­ar­kerf­inu að sann­færa kjörna full­trúa um að for­gangsraða svona fram­kvæmd­um um­fram aðrar?

„Nei, ég held að all­ir séu meðvitaðir um mik­il­vægi þess að fara í þess­ar fram­kvæmd­ir. En þetta þarf að passa inn í heild­ar­mynd­ina. Fyr­ir okk­ur er bara nauðsyn­legt að fara ekki af stað nema búið sé að tryggja fjár­magnið. Og þá ekki bara til eins árs held­ur þess tíma sem fram­kvæmd­irn­ar munu taka. Það er al­veg skýr og klár póli­tísk­ur vilji til að fara í þetta. Það á við um alla skól­ana þrjá í hverf­inu,“ seg­ir Ámundi.

Ekki frá um­hverf­is og skipu­lags­sviði
Nú hef­ur fjöldi kenn­ara kvartað und­an heilsu­bresti sem nær allt að 20 ár aft­ur í tím­ann. Í grein á mbl.is segja kenn­ar­arn­ir að full­trúi frá borg­inni hafi tjáð efa­semd­ir um að veik­indi þeirra væru vegna myglu í Laug­ar­nesskóla. Þekk­ir þú til þess að þetta hafi verið viðkvæðið frá starfs­manni borg­ar­inn­ar á fundi með kenn­ur­um?

„Ekki kann­ast ég við það og get ekki ímyndað mér það. Við höf­um eng­ar for­send­ur til að meta heilsu­far fólks. Það hafa borist kvart­an­ir um slæm­an aðbúnað og við bregðumst bara við með því að skoða hvort laga þurfi hús­næðið. Ég hef litla trú á að ein­hver af um­hverf­is- og skipu­lags­sviði hafi sagt eitt­hvað í þessa veru,“ seg­ir Ámundi.

Heimild: Mbl.is