Home Fréttir Í fréttum 23.09.2024 Fífuhvammsvegur – Endurnýjun umferðarljósa. Gatnagerð og lagnir

23.09.2024 Fífuhvammsvegur – Endurnýjun umferðarljósa. Gatnagerð og lagnir

131
0
Mynd: Visir.is

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi heildarverk: „Fífuhvammsvegur – Endurnýjun umferðarljósa“.

<>

Framkvæmdin felur í sér breytingu á Fífuhvammsvegi. Skipta skal út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri, á ljósastýrðum gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar, sem og við gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar.

Eitt hægri beygju framhjáhlaup við Fífuhvammsveg – Dalveg er aflagt og miðeyjur breytast. Framkvæmdirnar fela í sér allt upprif á núverandi yfirborði þar sem breytingar verða, alla jarðvinnu og allan yfirborðsfrágang.

Framkvæmdasvæðið mun ná frá gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar til og með eystri ramp gatnamóta Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar.

Útboðsgögn eru aðgengileg í útboðskerfinu TendSign og skulu bjóðendur skila inn tilboði rafrænt inn í TendSign fyrir kl. 10:00 mánudaginn 23. september 2024.

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.

Sjá frekar.