Home Fréttir Í fréttum Uppbyggingin í Garðabæ er kröftug

Uppbyggingin í Garðabæ er kröftug

76
0
Nærri lætur að uppbyggingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé nú lokið. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum bet­ur sett en flest önn­ur sveit­ar­fé­lög hér á höfuðborg­ar­svæðinu með land­rými. Því höf­um við getað út­hlutað fjölda lóða á síðustu miss­er­um og upp­bygg­ing­in hér er kröft­ug,“ seg­ir Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri í Garðabæ. Í dag eru rúm­lega 500 bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir í bæj­ar­fé­lag­inu og meira er í und­ir­bún­ingi. Dágóður hluti þessa er sér­býl­islóðir.

<>

Nærri læt­ur að upp­bygg­ingu íbúða í Urriðaholti í Garðabæ sé nú lokið. Íbúar þar eru nú um 4.000 en verða tæp­lega 5.000. Bú­setu­formin eru fjöl­breytt. Norðan­vert í holt­inu eru nokk­ur fjöl­býl­is­hús enn á bygg­ing­arstigi, en flest annað er til­búið.

„Sam­setn­ing­in í Urriðaholti er þannig að þarna er ungt barna­fólk mjög áber­andi. Þarna eru í dag starf­rækt­ir þrír leik­skól­ar og einnig er leik­skóla­deild við Urriðaholts­skóla; grunn­skóla þar sem þriðji áfangi er nú í bygg­ingu,“ út­skýr­ir Alm­ar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is