Home Fréttir Í fréttum Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ

98
0
mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður á fer­tugs­aldri lést í vinnu­slysi á bygg­ing­ar­svæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Hinn látni var er­lend­ur rík­is­borg­ari, en ekki er unnt að skýra frá nafni hans að svo stöddu.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu en þar seg­ir að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og Vinnu­eft­ir­litið rann­saki til­drög slyss­ins.

Til­kynn­ing um slysið barst til lög­reglu skömmu fyr­ir klukk­an fjög­ur í gær en þrír sjúkra­bíl­ar og einn dælu­bíll voru send­ir á vett­vang auk fjölda lög­reglu­manna.

Heimild: Mbl.is