Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Langtímamyndataka sýnir framvinduna frá ári til árs

Langtímamyndataka sýnir framvinduna frá ári til árs

109
0
Mynd: NLSH ohf

NLSH hefur skráð myndrænt framvindu framkvæmdanna á skipulegan hátt, bæði með föstum myndavélum og með öðrum aðferðum eins og með drónum.

<>

Áður en jarðvinnan hófst við grunn meðferðarkjarnans var myndavél komið fyrir í mastri og með því safni er hægt að sjá hvernig miðaði áfram mánuð fyrir mánuð.

Myndefni sem þetta gagnast bæði til að sjá jafnóðum hvenær ákveðnum markmiðum var náð en einnig munu gögn sem þessi verða mikilvæg í sögulegu tilliti þegar áratugir líða og horft verður til baka.

Forsíðumyndin er samsett frá fjögurra ára tímabili og glögglega má sjá hversu mikið hefur unnist á tímabilinu við byggingu meðferðarkjarnans.

Heimild: NLSH ohf