Home Fréttir Í fréttum Hafn­firsk­ir iðn­að­ar­menn ósátt­ir við Ásgeir

Hafn­firsk­ir iðn­að­ar­menn ósátt­ir við Ásgeir

97
0
RÚV / Ragnar Visage

Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði er ósátt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra vegna ummæla sem hann lét falla á fundi þar sem hann tilkynnti um óbreytta stýrivexti. Þar sagði Ásgeir meðal annars: „Það eru eiginlega allir sem geta haldið á hamri farnir að smíða núna.“

<>

Iðnaðarmennirnir segja að Ásgeir geti ekki firrt sig ábyrgð á stöðu mála með því að benda á aðra. Þeir segja að öllum sem starfa í byggingariðnaði sé ljóst að háir stýrivextir dragi úr nauðsynlegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þeir segja að auka þurfi íbúðaruppbyggingu strax þar sem skortur á íbúðarhúsnæði hafi komið fram í hraðri hækkun íbúða- og leiguverðs.

Heimild: Ruv.is