Home Fréttir Í fréttum Of snemmt að segja hvort innviðir séu í hættu

Of snemmt að segja hvort innviðir séu í hættu

22
0
Gossprungan er um það bil fjögurra kílómetra löng. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri Suður­nesja, seg­ir of snemmt að segja til um hvort innviðir á Reykja­nesskaga séu í hættu vegna eld­goss sem hófst á tí­unda tím­an­um í kvöld.

<>

Gossprung­an hafi opn­ast á svipuðum slóðum og síðustu gos hafa verið, og sé því von­andi á heppi­leg­um stað hvað hags­muni í Grinda­vík og Svartsengi varðar. „Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um orku­verið,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Verk­tak­ar hafa unnið að því síðustu daga að hækka varn­argarðana þar sem helst var þörf á, að sögn Úlfars.

Heimild: Mbl.is