Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir of snemmt að segja til um hvort innviðir á Reykjanesskaga séu í hættu vegna eldgoss sem hófst á tíunda tímanum í kvöld.
Gossprungan hafi opnast á svipuðum slóðum og síðustu gos hafa verið, og sé því vonandi á heppilegum stað hvað hagsmuni í Grindavík og Svartsengi varðar. „Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um orkuverið,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Verktakar hafa unnið að því síðustu daga að hækka varnargarðana þar sem helst var þörf á, að sögn Úlfars.
Heimild: Mbl.is