Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Blönduósflugvöll

Framkvæmdir við Blönduósflugvöll

122
0
Horft til Blönduóss yfir völlinn. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Framkvæmdir við endurbætur á flugvellinum á Blönduósi hafa verið í fullum gangi undanfarna daga. Verið er að skipta um jarðveg og síðan verður ný klæðning sett á.

Markmiðið með framkvæmdinni er að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggja öryggi og bætir samgöngur fyrir svæðið.

Flughlaðið. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Flugbrautin er 970 metrar á lengd og 27 metrar á breidd. Borgarverk vinnur verkefnið og er það hluti af samgönguáætlun. Höskuldur Birkir Erlingsson smellti nokkrum myndum af vellinum eins og hann er núna.

Heimild: Huni.is