Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Blönduósflugvöll

Framkvæmdir við Blönduósflugvöll

99
0
Horft til Blönduóss yfir völlinn. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Framkvæmdir við endurbætur á flugvellinum á Blönduósi hafa verið í fullum gangi undanfarna daga. Verið er að skipta um jarðveg og síðan verður ný klæðning sett á.

<>

Markmiðið með framkvæmdinni er að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggja öryggi og bætir samgöngur fyrir svæðið.

Flughlaðið. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Flugbrautin er 970 metrar á lengd og 27 metrar á breidd. Borgarverk vinnur verkefnið og er það hluti af samgönguáætlun. Höskuldur Birkir Erlingsson smellti nokkrum myndum af vellinum eins og hann er núna.

Heimild: Huni.is