Home Fréttir Í fréttum Árshækkun íbúðaverðs komin í 11%

Árshækkun íbúðaverðs komin í 11%

49
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Raunverðshækkanir á íbúðamarkaði síðastliðna tólf mánuði mælast nú 4,4%.

<>

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,75% á milli júní og júlí, samanborið við 1,4% hækkun í júní og maí. Árshækkun vísitölunnar mælist nú 11,0% samanborið við 9,1% í síðasta mánuði.

Heimild: HMS

„Raunverðshækkun íbúðaverðs nam 4,4 prósentum í júlí, en til samanburðar nam hún 3,1 prósenti í júní og 2 prósentum í maímánuði,“ segir í frétt á vef HMS.

„Raunhækkun íbúðaverðs er drifin áfram af verðhækkunum á landinu öllu, en íbúðaverð hækkaði umfram verðbólgu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.“

Heimild: HMS

HMS gefur út fjórar undirvísitölur yfir verð á fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar.

Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% milli mánaða og hefur nú hækkað um 11,5% á ársgrundvelli. Í júlí hækkaði sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 0,9% milli mánaða og hefur nú hækkað um 13,7% á síðustu tólf mánuðum.

Undirvísitala yfir fjölbýli á landsbyggðinni hækkaði um 2,6% milli mánaða og hefur hækkað um 11,5% á síðustu tólf mánuðum. Sérbýli á landsbyggðinni hækkaði um 1,2% á milli mánaða og hefur nú hækkað um 11,8% á ársgrundvelli.

Heimild: Vb.is