Home Fréttir Í fréttum Stöðvuðu Búrfellsstöð 1 um helgina

Stöðvuðu Búrfellsstöð 1 um helgina

45
0
Lokað var fyrir vatnsinnstreymi að öllum sex vélum Búrfellsstöðvar 1 á laugardaginn vegna umfangsmikils viðhaldsverkefnis. Í kjölfarið var annar af tveimur vatnsvegum að stöðinni tæmdur og er nú unnið að viðhaldi á fjórum af sex vélum stöðvarinnar, sem og öðrum af tveimur vatnsvegum hennar. Ljósmynd/Landsvirkjun/Georg Þór Pálsson

Mjög um­fangs­mikið viðhalds­verk­efni stend­ur nú yfir í Búr­fells­virkj­un og var öll raf­orku­fram­leiðsla í Búr­fells­stöð 1 stöðvuð á laug­ar­dag­inn. Þurfti meðal ann­ars kafara til að kafa að ör­ygg­is­lok­um þegar lokað var fyr­ir vatns­inn­tak virkj­un­ar­inn­ar.

<>

Hluti fram­leiðslunn­ar er kom­inn af stað á ný, en unnið verður að viðhaldi á fjór­um af sex vél­um virkj­un­ar­inn­ar næstu tvær vik­ur. Áfram er fram­leiðsla í Búr­fells­stöð 2, sem er nýrri stöðin á svæðin og var gang­sett árið 2018.

Fyrsta skipti í 20 ár sem kíkt er inn í píp­una

Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem ráðist er í jafn um­fangs­mikið viðhalds­verk­efni í stöðinni, en stöðvar­stjóri seg­ir að lík­lega verði því áfram­haldið næsta sum­ar með seinni tvær vél­arn­ar.

Búr­fells­stöð var gang­sett árið 1969, en þar eru sex vél­ar sem hver um sig get­ur fram­leitt 45 mega­vött og er afl stöðvar­inn­ar því sam­tals 270 mega­vött og orku­vinnslu­geta 2.300 gíga­vatts­stund­ir á ári.

Georg Þór Páls­son, stöðvar­stjóri í Búr­felli, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi verið kom­inn tími á ástands­skoðun og viðhald að þess­ari stærðargráðu, en al­mennt sé miðað við að slíkt fari fram á um 20 ára fresti.

Því sé þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem kíkt er inn í píp­una. Í leiðinni sé svo tæki­færið notað og unnið að viðhalds­verk­efn­um á spenn­um og öðrum innviðum sem erfitt sé að sinna þegar vél­arn­ar séu í gangi. „Við nýt­um hvert stopp í að sinna sem flest­um verkþátt­um,“ seg­ir hann.

Um 25 starfs­menn komu að verk­efn­inu um helg­ina, en verða allt að 40 á næstu tveim­ur vik­um. Ljós­mynd/​Lands­virkj­un/​Georg Þór Páls­son

Tvær af sex vél­um aft­ur sett­ar í gang

Vél­ar Búr­fells­stöðvar 1 voru stöðvaðar klukk­an 7:30 um morg­un­inn á laug­ar­dag­inn, en þá þurfti að stöðva all­ar sex vél­ar virkj­un­ar­inn­ar. Að virkj­un­inni liggja tvær þrýsti­píp­ur sem leiða vatn að vél­un­um.

Var þrýsti­pípa 2 tæmd, en hún leiðir vatn að vél­um 4,5 og 6. Þurftu karfar­ar að kafa að ör­ygg­is­lok­um þar sem lokað er fyr­ir þrýsti­vatns­píp­una til að tryggja að ekk­ert efni væri fyr­ir sem kæmi í veg fyr­ir að lokufalsið yrði nógu þétt.

Var það nauðsyn­legt til að tryggja að ekk­ert vatn fari inn í vatns­veg­ina meðan vinna stend­ur þar yfir næstu tvær vik­ur.

Var vatni úr Bjarnalóni á þess­um tíma stýrt fram­hjá og í eldri far­veg Þjórsár.

Seinni part­inn á laug­ar­dag­inn, þegar búið var að loka al­veg fyr­ir þrýsti­pípu 2 var hægt að ræsa á ný vél­ar núm­er 1 og 2 í virkj­un­inni, en þær fá vatn um þrýsti­pípu 1. Meðan viðhalds­verk­efnið stend­ur yfir verða því vél­ar 3, 4, 5 og 6 úti, ásamt afl- og dreif­spenn­um.

Hef­ur ekki áhrif á vatns­söfn­un

Georg seg­ir viðhalds­vinn­una ekki hafa áhrif að neinu ráði á vatns­söfn­un í lón Lands­virkj­un­ar á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu. Líkt og fjallað hef­ur verið um í sum­ar er talið ólík­legt að Þóris­vatn fyll­ist, en það hef­ur ekki fyllst í fjög­ur ár í röð.

Er því mögu­legt að Lands­virkj­un þurfi aft­ur að fara í vatns­spar­andi aðgerðir í vet­ur breyt­ist tíðin ekki, en staðan í ár er með lak­ara móti. Hef­ur síðustu ár komið til slíkra aðgerða vegna slakr­ar vatns­stöðu í lón­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Georg bend­ir á að Búr­fells­stöð sé neðsta stöðin á Þjórsár­svæðinu og að Þóris­vatn sé aðal­uppistöðulónið, meðan neðri lón taki dag- og viku­sveifl­ur. Seg­ir hann að lón­in ofar Bjarnalóni muni áfram safna vatni þó ein­hverju sé hleypt fram­hjá í gamla far­veg Þjórsár.

Allt að 40 starfs­menn koma að viðhald­inu

Hann seg­ir að um helg­ina hafi um 25 starfs­menn komið að tæm­ingu vatns­veg­anna og und­ir­bún­ings, en að núna næstu tvær vik­ur verði um 35-40 starfs­menn í viðhaldi að staðaldri.

Ekki er enn búið að fara inn í vatns­veg­inn, en það verður gert seinni part­inn í þess­ari viku og ástand hans metið.

Það er Sig­urður Ein­ar Guðjóns­son, starfsmaður á Þjórsár­svæði Lands­virkj­un­ar, sem er með verk­efna­stjórn á viðhalds­verk­efn­inu, en hann mun meðal ann­ars stýra upp­steypu á eld­veggj­um milli spenna í spennu­bás­um stöðvar­inn­ar og skoðun og út­tekt á þrýsti­vatns­píp­unni sem var tæmd.

Varðandi vél­ar 1 og 2, sem sett­ar voru aft­ur í gang á laug­ar­dag­inn, seg­ir Georg að þær hafi ekki þurft viðhald að svo stöddu, en að mögu­lega verði það skoðað næsta sum­ar.

Heimild: Mbl.is