Home Fréttir Í fréttum Heildarkostnaður 2,3 milljarðar

Heildarkostnaður 2,3 milljarðar

48
0
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ódýrara hafi verið að byggja nýtt húsnæði fyrir leikskólann. Samsett mynd

„Ég held að það sé al­veg ljóst að, miðað við þess­ar töl­ur, hefði verið mun ódýr­ara að byggja nýtt hús fyr­ir leik­skól­ann. Ef það hefði verið vel staðið að því þá hefði það verið mun ódýr­ara,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins um hús­næði leik­skól­ans Brákar­borg­ar við Klepps­veg sem hef­ur verið lokað vegna bygg­ing­argalla.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

End­ur­bygg­ing­ar­kostnaður verks­ins nam 1,46 millj­örðum króna og kaup­verð húss­ins nam 826 millj­ón­um króna. Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins var því kom­inn í tæp­lega 2,3 ma. kr. í júní sl. Ljóst er að kostnaður­inn mun nú hækka tölu­vert vegna þeirra end­ur­bóta sem þarf að ráðast í.

Seg­ir Kjart­an að þegar ákvörðun hafi verið tek­in um að festa kaup á hús­inu í nóv­em­ber 2020 hafi borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins setið hjá og sett fram bók­un þar sem bent var á mjög hátt verð sem fylgdi kaup­um og fram­kvæmd­um á hús­inu miðað við hvað það væri í slæmu ásig­komu­lagi.

Til­rauna­starf­semi á kostnað skatt­greiðenda
Úr fund­ar­gerð borg­ar­ráðs frá 1. júlí 2021 þar sem samþykkt var að borg­ar­ráð heim­ilaði um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir við leik­skól­ann sat Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aft­ur hjá og lögðu full­trú­ar flokks­ins fram bók­un þar sem bent var á að önn­ur kostnaðaráætl­un lægi þá fyr­ir þar sem kostnaður við end­ur­bæt­ur stefndi í 989 millj­ón­ir og heild­ar­kostnaður var þá kom­inn upp í 1.425 millj­ón­ir króna.

„Millj­arð þarf í að laga þetta hús­næði sem var keypt fyr­ir 600 millj­ón­ir króna,“ seg­ir í bók­un­inni.

Seg­ist Kjart­an vilja að málið sé rann­sakað. „Það hef­ur verið talað um að vísa mál­inu til innri end­ur­skoðanda borg­ar­inn­ar og ég bara vona að það skili ein­hverj­um ár­angri,“ seg­ir Kjart­an og bend­ir jafn­framt á að fleiri bygg­ing­ar­verk­efni séu á teikni­borðinu hjá borg­inni sem gætu orðið mjög dýr.

Nefn­ir borg­ar­full­trú­inn Miðborg­ar­leik­skól­ann við Njáls­götu, end­ur­bygg­ingu Gróf­ar­húss­ins, skóla­brú á Fley­vangi í Voga­byggð og Foss­vogs­brúna sem dæmi. „Þetta eru allt verk­efni sem verða fok­dýr og mér sýn­ist að kostnaðaraðhald sé mjög lítið,“ seg­ir Kjart­an.

Seg­ir hann þá enn frem­ur að svo virðist vera sem áhersla í bygg­ing­ar­mál­um sé á hönn­un og til­rauna­starf­semi en ekki nota­gildi og hag­kvæmni.

„Þetta er ekk­ert annað en til­rauna­starf­semi á kostnað skatt­greiðenda,“ seg­ir borg­ar­full­trú­inn að lok­um.

Heimild: Mbl.is