Home Fréttir Í fréttum Forðast fram­kvæmdir sem krefjast lán­töku

Forðast fram­kvæmdir sem krefjast lán­töku

96
0
Home Depot rekur yfir 2000 byggingarvöruverslanir í Bandaríkjunum. Ljósmynd: epa

Uppgjör byggingarvöruverslunarinnar gefur innsýn inn í stöðu neytenda í Bandaríkjunum.

<>

Banda­ríska byggingar­vöru­verslunin Home Depot birti árs­hluta­upp­gjör í morgun en fjár­festar vestan­hafs hafa verið að fylgjast náið með upp­gjörum stóru smá­vöru­verslananna til að sjá hversu heil­brigður neyt­enda­markaðurinn er.

Home Depot skilaði 4,5 milljarða dala hagnaði á öðrum árs­fjórðungi sem er um 2,1% minni hagnaður en í fyrra. Fé­lagið lækkaði einnig af­komu­spána sína fyrir árið um og býst nú við um 3% til 4% sam­drætti milli ára í stað 1%.

Hluta­bréfa­verð fé­lagsins lækkaði um 5% í utan­þings­við­skiptum í kjölfar uppgjörs en gengið hefur síðan tekið ör­lítið við sér.

Að sögn fjár­mála­stjóra fé­lagsins Richard McP­hail voru neyt­endur að forðast stórar fram­kvæmdir á fjórðungnum, fram­kvæmdir sem eru oftast fjár­magnaðar með lán­töku.

„Vöru­flokkar sem tengjast bað­her­bergjum, eld­húsi og gólf­klæðningum og öðrum stærri fram­kvæmdum voru að sjá mesta sam­dráttinn,“ segir McP­hail í upp­gjörinu en The Wall Street Journal greinir frá.

Rekstrar­tekjur fé­lagsins drógust einnig saman milli ára og námu 43,18 milljörðum dala sem er þó betur en spá greiningar­aðila sem hljóðaði upp á 42,57 milljarða Banda­ríkja­dala.

Hlutabréfaverð Lowes, samkeppnisaðila Home Depot, hefur lækkað um 2% í utanþingsviðskiptum í dag en félagið skilar uppgjöri í næstu viku.

Heimild: Vb.is