Home Fréttir Í fréttum Hafa bjargað þeim sem festust undir rústunum

Hafa bjargað þeim sem festust undir rústunum

65
0
Kona og karl létust er byggingin hrundi. AFP/NonStopNews

Búið er að bjarga þeim sem fest­ust und­ir rúst­um hót­els sem hrundi að hluta í bæn­um Kröv í vest­ur­hluta Þýska­lands í dag. Björg­un­araðgerðir voru erfiðar, en um 250 manns komu að þeim.

<>

Fjór­tán manns voru á hót­el­inu þegar það hrundi. Fimm náðu að koma sér út og sjö var bjargað úr rúst­un­um. Kona og karl lét­ust í slys­inu.

Í yf­ir­lýs­ingu frá lög­reglu kem­ur fram að ekki sé vitað hvers vegna bygg­ing­in hrundi. Rann­sókn á at­vik­inu er nú haf­in.

Heimild: Mbl.is