Malbiksstöðin ehf í Mosfellsbæ átti lægsta tilboðið í yfirborðsfrágang gatna í Bláskógabyggð.
Verkið felur í sér frágang á götum í Reykholti og á Laugarvatni. Um er að ræða Traustatún á Laugarvatni, Tungurima og Borgarrima í Reykholti.
Helstu verkþættir eru þjöppun styrktarlags, lagning burðarlags, malbikun og steypa á kantsteinum. Magn malbiks er rúmur hektari, eða 11.410 fermetrar. Verklok eru sett 1. október næstkomandi.
Sex tilboð bárust í verkið og hljóðaði tilboð Malbikstöðvarinnarupp á 71,9 milljónir króna eða 68,7 % af kostnaðaráætlun Bláskógabyggðar sem nemur 104,7 milljónum króna.
Heimild: Sunnlenska.is