Home Fréttir Í fréttum 19.08.2024 Vetrarþjónusta á göngu- og hjólaleiðum í Kópavogi 2024-2027

19.08.2024 Vetrarþjónusta á göngu- og hjólaleiðum í Kópavogi 2024-2027

78
0
Mynd: mbl.is/Þ​or­steinn

Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í verkið „Vetrarþjónusta á á göngu- og hjólaleiðum í Kópavogi 2024-2027“.

<>

Um er að ræða snjóruðning og hálkueyðingu göngu- og hjólaleiða í þrjá vetur, þ.e. veturna 2024-2025, 2025-2026 og 2026-2027. Um er að ræða allar helstu göngu- og hjólaleiðir í Kópavogi, sjá nánar í útboðsgögnum.

Verkinu er skipt upp í fimm svæði eins og hér segir:

  • Svæði A: Allir helstu reiðhjólastígar (samgöngustígar) í öllum hverfum Kópavogs.
  • Svæði 1: Kársneshverfi, að undanskildum leiðum á svæði A.
  • Svæði 2: Digranes sem afmarkast af Fossvogsdal, Smiðjuhverfi og Kópavogsdal, að undanskildum leiðum á svæði A.
  • Svæði 3: Smára-, Linda- og Salahverfi, að undanskildum leiðum á svæði A.
  • Svæði 4: Kóra-, Þinga- og Hvarfahverfi, að undanskildum leiðum á svæði A.

Bjóðendur geta boðið í eitt eða fleiri svæði. Samið verður við einn eða fleiri verktaka í útboði þessu.

Útboðsgögn eru aðgengileg í útboðskerfinu TendSign og skulu bjóðendur skila inn tilboði rafrænt inn í TendSign fyrir kl. 11:00 mánudaginn 19. ágúst 2024.

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.