Home Fréttir Í fréttum Allt sundurgrafið við Hlemm

Allt sundurgrafið við Hlemm

96
0
Framkvæmdir standa nú yfir vegna endurgerðar svæðisins við Hlemm. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir vegna end­ur­gerðar svæðis­ins við Hlemm. Sem kunn­ugt er hef­ur biðstöð Strætó verið flutt á Skúla­götu meðan á þess­um fram­kvæmd­um stend­ur og veit­ir ekki af enda er svæðið sund­ur­grafið

<>

Skipta þarf um lagn­ir og leggja nýtt yf­ir­borð á kafl­an­um frá Rauðar­ár­stíg við gömlu gasstöðina og yfir gatna­mót Lauga­veg­ar og Rauðar­ár­stígs.

Stefnt er að því að þess­um hluta fram­kvæmda á svæðinu ljúki eft­ir eitt ár, sum­arið 2025, að því er seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þegar svæðið tek­ur á sig end­an­lega mynd verður Klyfja­hest­ur Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar flutt­ur af sín­um stað á nýja svæðið nær mat­höll­inni.

Heimild: Mbl.is