Home Fréttir Í fréttum Þór­katla komin með nærri 400 fast­eign­ir

Þór­katla komin með nærri 400 fast­eign­ir

49
0
RÚV

Fasteignafélagið Þórkatla hefur yfirtekið nærri 400 fasteignir í Grindavík og viðbúið er að það taki yfir nærri 300 hús í júlí og ágúst.

<>

Eigendur 900 fasteigna í Grindavík hafa sótt um að selja Þórkötlu eignir sínar. Búið er að ganga frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, eða við rúmlega fjóra af hverjum fimm sem vildu selja félaginu fasteign sína.

Þórkatla hefur keypt eignir fyrir um 57 milljarða króna. 36 milljarðar hafa verið greiddir út og skuldir upp á átján milljarða verið yfirteknar. Viðbúið er að þegar upp er staðið verði Þórkatla búin að kaupa eignir í Grindavík fyrir 75 milljarða.

Heimild: Ruv.is