Home Fréttir Í fréttum Voru í framkvæmdum þegar blæðingin hófst

Voru í framkvæmdum þegar blæðingin hófst

68
0
Vegagerðin. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar á Fagra­dal í síðustu viku voru upp­runa­lega ekki vegna lag­fær­inga á bik­blæðingu. Verið var að end­ur­nýja bundið slitlag á veg­in­um þegar blæðing hófst.

<>

„Það var verið að yf­ir­leggja klæðning­una – þetta bundna slitlag sem við erum meira og minna með á vega­kerf­inu út á landi. Það var bara viðhalds­verk­efni að leggja möl­ina,” seg­ir Sveinn Sveins­son, svæðis­stjóri hjá Vega­gerðinni, í sam­tali við mbl.is.

Nefn­ir Sveinn að hlýtt hafi verið í veðri á Aust­ur­landi í um helgina og bik­blæðing hafi byrjað er verið var að end­ur­nýja bundið slitlag veg­ar­ins. Hafi því starfs­menn einnig þurft að byrja að sanda ofan í bik­blæðing­una.

Héldu að um nýja aðferð væri að ræða
Greint var frá fyrr í dag að bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar hefði beðið með að senda inn kvört­un á borð Vega­gerðar­inn­ar vegna bik­blæðing­unn­ar. Voru ástæðurn­ar fyr­ir því að Vega­gerðin hefði þegar verið mætt í gær í lag­fær­ing­ar og taldi bæj­ar­ráðið þá að verið væri að yf­ir­leggja veg­inn með möl í stað þess að tak­ast á við blæðing­una með sandi.

Nefndi Jón Björn Há­konarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar, að veru­lega hefði komið á óvart hve fljótlega Vega­gerðin hefði brugðist við blæðing­unni og að bæj­ar­ráðið myndi bíða eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um gang mála.

Sand­ur­inn aðal verk­færið
Ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar um að nota sand á bik­blæðingu hef­ur verið gagn­rýnd áður, en í gær nefndi Hlíf­ar Þor­steins­son, rekstr­araðili rútu­fyr­ir­tæk­is­ins Aust­fjarðaleið, að sand­ur á blik­blæðingu geti haft það í för með sér að veg­ir verði mjög hálir og reynst öku­mönn­um mótor­hjóla stór­hættu­leg­ir.

Aðspurður seg­ir Sveinn að aðal­fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar gagn­vart blæðing­unni á Fagra­dal verði þó að sanda.  

„Já það er þannig að sett er hrein­an sand í þetta.” 

Heimild: Mbl.is