Home Fréttir Í fréttum Reyna að hafa laun af starfs­mönn­um

Reyna að hafa laun af starfs­mönn­um

155
0

Dæmi eru um að starfs­manna­leig­ur reyni að kom­ast hjá greiðslu lág­marks­launa með því að hafa hluta launa af starfs­mönn­um í gegn­um hús­næðis- og fæðis­kostnað. Þetta seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar á Húsa­vík.

<>

Seg­ir hann dæmi um „kröf­ur af hálfu starfs­manna­leiga að þær haldi sjálf­ar utan um hús­næði og fæði fyr­ir starfs­menn­ina þar sem það sé leið til að ná til baka hluta af launa­kostnaði. Sem bet­ur fer hef­ur slík­um hug­mynd­um verið tekið fá­lega í þeim dæm­um sem ég hef upp­lýs­ing­ar um“. Seg­ir hann að þetta sé af­leiðing af auknu eft­ir­liti í bygg­ing­ariðnaði.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag bend­ir Hall­dór Ó. Sig­urðsson, for­stjóri Rík­is­kaupa, einnig á að fyr­ir Alþingi liggi nú breyt­inga­til­laga á lög­um um op­in­ber inn­kaup sem geri rík­inu bet­ur kleift en áður að fylgj­ast með þeim aðilum sem hreppa verk­efni í útboðum á veg­um þess.

Heimild: Mbl.is