Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við varnar­garða á­ætlaður um 7 milljarðar

Kostnaður við varnar­garða á­ætlaður um 7 milljarðar

38
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Kostnaðurinn var upphaflega metinn á um 6,0-6,5 milljarðar króna.

<>

Heildarkostnaður framkvæmda við varnarnargarða í nágrenni Grindavíkur er talinn verða í kringum 7 milljarðar króna með öllum viðbótum.

Til samanburðar var kostnaðurinn upphaflega metinn á um 6,0-6,5 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins en áætlunin byggir á upplýsiungum frá embætti ríkislögreglustjóra.

Inni í heildarkostnaðinum eru hækkanir og styrkingar á varnargörðunum, innri garður í námunda við orkuverið í Svartsengi og ýmiss konar aðlögun vegna vegtenginga og umhverfissjónarmiða við lok framkvæmda, að því er segir í tilkynningunni.

Heimild: Vb.is