Home Fréttir Í fréttum Vinna við varn­ar­garða gangi betur eftir að gosi lauk

Vinna við varn­ar­garða gangi betur eftir að gosi lauk

39
0
Eldgosið sem lauk um helgina var fimmta gosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan í desember. Mynd / Almannavarnir

Enn er unnið hörðum höndum við að styrkja varnargarða við Svartsengi. Vinnan þar virðist ganga betur eftir að eldgosinu lauk, að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Eldgosinu sem hófst 29. maí lauk um helgina eftir að hafa staðið í 24 daga.

<>

Einar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að Veðurstofan fylgist vel með hraunbreiðunni norðan Sýlingarfells ef ske kynni að fljótandi hraun brjótist úr jaðri hennar. Þrátt fyrir að eldgosinu sé lokið sé enn talið vera heitt hraun undir storknuðu yfirborði og það gæti tekið vikur að kólna. Engar breytingar hafi þó sést á hraunbreiðunni í nótt.

Samkvæmt frétt Veðurstofunnar í gær eru enn töluverðar hreyfingar í hraunbreiðunni. Landris hafi byrjað aftur undir Svartsengi um tíu dögum eftir að gosið hófst og hafi verið stöðugt síðan þá. Það rísi þó hægar nú en milli síðustu eldgosa.

Heimild: Ruv.is