Verkís hf., fyrir hönd Mosfellsbæjar, Reita – Þróunar ehf., Veitna ohf., Ljósleiðarans ehf. og Mílu hf. hér eftir nefnd verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið „Blikastaðir, Mosfellsbæ – Korputún, Gatnagerð og lagnir, 1. áfangi“.
Um er að ræða gatna- og stígagerð, lagnavinnu fráveitu og vatnsveitu ásamt ofanvatnsrásum og útrásum vegna uppbyggingar í þessu nýja atvinnuhverfi. Verkið felst enn fremur í að leggja dreifikerfi fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur v/gatna og ofanvatnsrása | 30000 m3 |
Fylling í götur | 8600 m3 |
Styrktarlag | 6000 m3 |
Burðarlag | 550 m3 |
Yfirfallsbrunnur í fortjörn | 1 stk. |
Steypt inntaksmannvirki | 1 HT |
Gröftur fyrir veitulögnum | 5000 m3 |
Fráveitulagnir | 1350 m |
Vatnslagnir | 370 m |
Hitaveitulagnir | 240 m |
Ídráttarrör | 340 m |
Fjarskiptalagnir | 800 m |
Um er að ræða opið útboð.
Fyrirspurnartíma lýkur | 29. júní 2024 |
Svarfrestur rennur út | 2. júlí 2024 |
Skilafrestur tilboða | 8. júlí 2024 kl. 10:00 |
Opnunartími tilboða | 8. júlí 2024 kl. 11:00 |
Opnunarstaður tilboða | Verkís hf., Ofanleiti 2, 103 Reykjavík |
Verklok | 31. maí 2025 |