Home Fréttir Í fréttum Verða með 17 íbúðir fyrir starfsmenn

Verða með 17 íbúðir fyrir starfsmenn

53
0
Flestir starfsmenn Jarðbaðanna búa í Mývatnssveit. Ljósmynd: Aðsend mynd

Íbúðaframkvæmdir standa nú yfir í Mývatnssveit en íbúðirnar eru ætlaðar starfsmönnum Jarðbaðanna við Mývatn. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins en alls verða sex íbúðir byggðar fyrir starfsfólkið.

<>

Jarðböðin byrjuðu fyrst að byggja íbúðir fyrir starfsmenn sína árið 2017 og voru þá tvö raðhús með sjö íbúðum byggð ofan á þær tvær íbúðir sem félagið átti fyrir.

Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna, segir að húsnæðisskortur á svæðinu hafi verið meginástæða þess að fyrirtækið lagðist í framkvæmdirnar.

„Ástæðan var einfaldlega sú að hér var ekkert til af lausu húsnæði og því erfitt að ráða starfsmenn til Jarðbaðanna. Við höfum líka áhuga á að bæta við heilsársstarfsmönnum og því var farið í þessar íbúðabyggingar.“

Flestir starfsmenn Jarðbaðanna búa í Mývatnssveit, annaðhvort í íbúðum á vegum Jarðbaðanna eða í eigin húsnæði. Stefnt er að því að opna nýjan baðstað árið 2025 og segir Guðmundur að ljóst væri að þá þyrfti að fjölga starfsfólki.

„Það var því ákveðið árið 2022 að byggja tvö raðhús í viðbót með samtals átta íbúðum. Við byrjuðum á fyrra raðhúsinu haustið 2023 og tókum það svo í notkun á vormánuðum 2024.“

Guðmundur segir að á næsta ári sé svo stefnt að því að byggja seinna raðhúsið sem inniheldur þrjár íbúðir. Jarðböðin verða þá með 17 íbúðir í leigu til starfsmanna.

Heimild: Vb.is