Home Fréttir Í fréttum 85% íbúða yfir 60 milljónum

85% íbúða yfir 60 milljónum

14
0
Húsnæði í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúðaverð hef­ur hækkað um 4,9% á fyrstu fimm mánuðum árs­ins, eða sem nem­ur 12,2% hækk­un á árs­grund­velli.

<>

Kaup­samn­ing­ar í apríl voru um 1.400 tals­ins og var fast­eigna­markaður­inn líf­leg­ur þriðja mánuðinn í röð. Af þeim voru 229 vegna kaupa Þór­kötlu á íbúðum í Grinda­vík.

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu hag­deild­ar HMS.

Lítið fram­boð und­ir 60 millj­ón­um

Yfir 85% íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu eru verðlagðar yfir 60 millj­ón­um króna.

„Lítið fram­boð íbúða á und­ir 60 millj­ón­um er eitt merki þess að erfitt sé fyr­ir fyrstu kaup­end­ur að koma inn á hús­næðismarkaðinn. Líkt og fram kom í síðustu mánaðar­skýrslu fækkaði ung­um kaup­end­um á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs,” seg­ir í skýrsl­unni.

Gögn um fast­eigna­aug­lýs­ing­ar benda til þess að um­svif á fast­eigna­markaðinum hafi hald­ist áfram mik­il í maí, því marg­ar íbúðir voru tekn­ar úr birt­ingu af aug­lýs­ingasíðum fast­eigna.

2.200 heil­ar íbúðir á Airbnb

Um þrjár af hverj­um fjór­um leigu­ein­ing­um á leigu­vefn­um Airbnb á höfuðborg­ar­svæðinu eru í Reykja­vík. Um 2.500 ein­ing­ar voru skráðar á höfuðborg­ar­svæðinu í maí sem er sami fjöldi og var í boði í sama mánuði í fyrra.

Megnið af leigu­ein­ing­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu sem eru á Airbnb eru heil­ar íbúðir, eða 2.200. Tæp­lega helm­ing­ur þeirra, eða um eitt þúsund, eru í boði leng­ur en 90 daga á ári. Um­svif á vefn­um eru mest yfir sum­arið. Í fyrra voru 3.700 leigu­ein­ing­ar í boði á svæðinu í júlí og ág­úst á Airbnb.

Heimild: Mbl.is