Home Fréttir Í fréttum Heildartjón Kringlunnar ómetið

Heildartjón Kringlunnar ómetið

33
0
Kringlan er sem kunnugt er í eigu Reita fasteignafélags. Í kauphallartilkynningu frá Reitum í gær kom fram að bruninn hefði ekki áhrif á afkomuhorfur Reita vegna ársins 2024. Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvenær heild­artjón vegna brun­ans í Kringl­unni ligg­ur fyr­ir að sögn fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­for­manns Kringl­unn­ar. Flest­ir fyr­ir­tækja­eig­end­ur sem sluppu við brun­ann en verða að hafa lokað fram á fimmtu­dag séu með rekstr­ar­stöðvun­ar­trygg­ingu sem mögu­lega er hægt að grípa til.

<>

„Ég get ekki staðfest neina tölu,“ seg­ir Inga Rut Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kringl­unn­ar, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann spurð hvort heild­artjón liggi fyr­ir vegna brun­ans í Kringl­unni.

Á fjórða tím­an­um á laug­ar­dag braust út eld­ur á þaki Kringl­unn­ar og hef­ur versl­un­ar­miðstöðin verið lokuð síðan. Bú­ist er við að hún verði opnuð á fimmtu­dag.

150 ein­ing­ar

„Hér eru 150 ein­ing­ar og það eru um tíu ein­ing­ar sem urðu fyr­ir veru­legu tjóni,“ seg­ir Inga. Rekstr­ar­fé­lag Kringl­unn­ar er með ábyrgð á ytra byrði og sam­eign, eig­end­ur á sín­um sér­eign­um og rekstr­araðilar á inn­rétt­ing­um, fatnaði og rekstr­ar­stöðvun.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is