Home Fréttir Í fréttum 08.07.2024 Reykjanesbær – Gervigras og fjaðurpúði á Reykjaneshöll

08.07.2024 Reykjanesbær – Gervigras og fjaðurpúði á Reykjaneshöll

67
0
Mynd: VF.is

Reykjanesbær, Framkvæmdasvið óskar eftir tilboðum í útvegun og lagningu gervigrass ásamt fjaðurpúða undir gervigrasið á Reykjaneshöll fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ samkvæmt skilmálum útboðslýsingar.

<>

Núverandi gras á Reykjaneshöll er ónýtt og líkur eru á að fjaðurpúði undir því sé það einnig þar sem hann er 25 ára gamall og farin að láta á sjá.

Gervigrasið er 68,2m á breidd  og 120,3m á lengd aða samtal 6.975m2m að flatarmáli.  Fjaðurpúðinn er sömu stærðar og gervigrasið.

Vellinum skal skila fullfrágengnu með öllum vallarmerkingum og festingum fyrir knattspyrnubúnað s.s stangir, mörk og annað. Verktaki leggur til allt efni, búnað, tæki og alla vinnu, sem þarf til að skila vellinum fullfrágengnu eins og því er lýst samkvæmt skilmálum útboðsgagna

Útboðsyfirlit
Útboðsauglýsing þriðjudagur, 18. júní 2024
Fyrirspurnatíma lýkur þriðjudagur, 2. júlí 2024 kl 14:00
Svarfrestur rennur út fimmtudagur, 4. júlí 2024 kl 14:00
Skilafrestur tilboða mánudagur, 8. júlí 2024 kl 14:00
 Opnunartími tilboða mánudagur, 8. júlí 2024 kl 14:02
 Upphaf framkvæmdatíma Við undirskrift samnings
Lok framkvæmdatíma Eftir samkomulagi við verktaka
Kröfur til bjóðenda Sérstakar kröfur gerðar um hæfni og reynslu bjóðanda

 

Útboðsgögn verða tilbúin 18. júní 2024. Þeir sem áhuga kunna að hafa á að bjóða í verkið, Gervigras og fjaðurpúði á Reykjaneshöll, geta fengið þau send með því að senda ósk þar um á innkaupastjori@reykjanesbaer.is

Vinsamlega hafið nafn fyrirtækis sem gerir tilboðið, nafn á tengilið sem vinnur tilboðið ásamt símanúmeri hans/hennar og tölvupóstfangi

Ekki verður um formlegna opnunarfund að ræða þar sem útboðið er rafrænt. Opnunarfundargerð verður send að opnun lokinni þar sem fram kemur hverjir senda inn tilboð og heildarupphæð tilboðs.