Home Fréttir Í fréttum Samgönguáætlun frestað til næsta þings

Samgönguáætlun frestað til næsta þings

16
0
Afgreiðslu samgönguáætlunar sem tekur til áranna 2024 til 2038 hefur verið frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar sem tek­ur til ár­anna 2024 til 2038 hef­ur verið frestað og var sú niðurstaða meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar á fundi í gær­kveldi. Hún mun því ekki koma til af­greiðslu á Alþingi í næstu viku, eins og ráðgert hafði verið.

<>

Í bók­un meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar seg­ir m.a. um ástæður frest­un­ar­inn­ar að mik­il­vægt sé að að til­tekn­ar for­send­ur sam­göngu­áætlun­ar, fjár­mögn­un og sam­spil henn­ar við fjár­mála­áætl­un liggi fyr­ir með skýr­ari hætti en nú er, áður en hægt sé að af­greiða hana.

Skýra sam­spil fram­kvæmda og fjár­mögn­un­ar

Skýra þurfi bet­ur sam­spil fram­kvæmda og fjár­mögn­un­ar hvað gjald­töku varðar og þær fram­kvæmd­ir sem fyr­ir­hugað hef­ur verið að fjár­magna með veg­gjöld­um.

Vinna verk­efna­stofu um gjald­töku sam­vinnu­verk­efna hafi tekið lengri tíma en áætlað hafði verið og brýnt að hraða þeirri vinnu. Þá sé end­ur­skoðun sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins ekki lokið, en æski­legt sé að hon­um séu gerð skil í sam­göngu­áætlun.

Þá seg­ir í bók­un­inni að meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar hafi bent á í nefndaráliti um fjár­mála­áætl­un, að mynd­ast hafi mis­ræmi milli gild­andi sam­göngu­áætlun­ar og fjár­veit­inga sem sé óviðun­andi ástand, en frá þessu áliti er greint frá í Morg­un­blaðinu í dag.

„Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar tel­ur að skýra þurfi bet­ur þetta mis­ræmi áður en nefnd­in get­ur lokið um­fjöll­un sinni um sam­göngu­áætlun,“ seg­ir í bók­un­inni.

Þar seg­ir einnig að óvissa sé um hvort fjár­mögn­un einn­ar fram­kvæmd­ar muni hafa áhrif á fram­kvæmd annarra samþykktra verk­efna sam­göngu­áætlun­ar.

Skort­ur á gögn­um um Horna­fjarðarfljót

„Ýmis verk­efni áttu að vera haf­in eða lokið sam­kvæmt gild­andi sam­göngu­áætlun. Skort hef­ur upp á að nefnd­in hafi fengið ít­ar­leg og full­nægj­andi gögn um stöðu stórra fjár­fest­inga­verk­efna sem varpa ljósi á fram­kvæmd­ir og fjár­mögn­un.

Það á ekki hvað síst við um fram­kvæmd­ir við Horna­fjarðarfljót þar sem lagðar eru til heim­ild­ir í til­lögu að sam­göngu­áætlun, til að vega upp á móti fram­kvæmda­kostnaði sem er nú þegar fall­inn til um­fram upp­haf­leg­ar for­send­ur,“ seg­ir í bók­un­inni, en orðalagið gef­ur til kynna að þar sem farið hafi verið fram úr fjár­heim­ild­um við verk­efnið, hafi ætl­un­in verið að rétta stöðuna af með fjár­fram­lagi í nýrri sam­göngu­áætlun, þ.e. þeirri sem nú hef­ur verið frestað.

Ekki er ljóst á þessu stigi hvaða áhrif frest­un af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar hef­ur á það verk­efni, en áætlað er að þar verði fram­kvæmt fyr­ir 4 millj­arða í ár, eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá.

Viðhaldskostnaður um­fram fjár­heim­ild­ir

Bent er á í bók­un­inni að mik­il viðhaldsþörf sé orðin í vega­kerf­inu og aukið álag.

„Viðhalds­fram­kvæmd­ir virðast hafa farið um­fram fjár­heim­ild­ir á síðastliðnum tveim­ur árum m.a. vegna mik­ill­ar viðhaldsþarfar, verðlags­hækk­ana og auk­ins fjár­magns­kostnaðar. Að þessu sögðu er mik­il­vægt að greina kostnaðar­auk­ann með til­liti til fram­an­greinds,“ seg­ir í bók­un­inni.

Seg­ir þar einnig að fram hafi komið at­huga­semd­ir við það verklag sem viðhaft sé og ljóst að skýra þurfi stöðuna frek­ar sem sé for­senda þess að hægt sé að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um næstu skref. Mik­il­vægt sé að fyr­ir liggi full­nægj­andi gögn um stöðu stórra fjár­fest­inga­verk­efna til að ná fram auknu sam­spili sam­göngu­áætlun­ar og fjár­mála­áætl­un­ar.

Heimild: Mbl.is