Home Fréttir Í fréttum Undirrituðu nýja viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimilið á Húsavík

Undirrituðu nýja viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimilið á Húsavík

44
0
Upphaflega var stefnt á að nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík yrði tilbúið 2024 en eins og sjá má á þessari mynd ganga þau plön ekki eftir. – RÚV

Heilbrigðisráðuneytið, Norðurþing, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki alfarið við fyrirhugaðri byggingu dvalarheimilis á Húsavík.

<>

Þrjú sveitarfélög á Norðausturlandi ásamt heilbrigðisráðuneyti hafa undirritað nýja viljayfirlýsingu þess efnis að farin verði svokölluð leiguleið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

„Það felst í að fá þriðja aðila til að byggja hjúkrunarheimilið og ríkið leigi þá í rauninni af þeim aðila þá fasteign undir þessa þjónustu, hjúkrunarþjónustu, sem ríkið ber ábyrgð á,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.

Áætluðu að opna dyr nýju byggingarinnar 2024
Mikil spenna var meðal heimamanna fyrir nýju byggingunni sem áætlað var að yrði tilbúin 2024. Nokkuð ljóst er að fyrstu íbúar þurfa að bíða eitthvað áfram með kassana.

Hjálmar segir áætlaðan framkvæmdatíma nú í höndum ríkisins. „Núna er bara boltinn hjá ríkinu og bara ríkið í dauðafæri til þess að hefja verkefnið með skynsamlegum hætti,“ segir Hjálmar sem vonar að ríkið verði ekki til þess að tefja framkvæmdir enn frekar. Hann segist vongóður um að verkefnið geti hafist strax á haustdögum.

Heimild: Ruv.is