Home Fréttir Í fréttum Dýrustu íbúðirnar seldust strax

Dýrustu íbúðirnar seldust strax

97
0
Íbúðir á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Gróttubyggð ruku út. Tölvumynd/Omno

Mik­ill áhugi var á nýj­um íbúðum í Gróttu­byggð á Seltjarn­ar­nesi þegar sala hófst fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Um þriðjung­ur þeirra íbúða sem þá fór í sölu seld­ist strax.

<>

„Þetta hef­ur gengið mjög vel,“ seg­ir Daði Hafþórs­son, fast­eigna­sali hjá Eignamiðlun. „Dýr­ustu íbúðirn­ar fóru fyrst. Þær eru all­ar á þriðju hæðinni í fyrra hús­inu,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Alls eru um 20 íbúðir þegar seld­ar að sögn Daða. Verðmiðinn á þess­um dýr­ustu íbúðum er í kring­um 215 millj­ón­ir. Þær eru tæp­ir 170 fer­metr­ar með tveim­ur baðher­bergj­um, þvotta­húsi og tveim­ur stæðum í bíla­geymslu.

Daði seg­ir að nú sé verið að skoða mál­in fyr­ir aðra mögu­lega kaup­end­ur, verðmeta hús þeirra og fleira slíkt. Fjöldi samn­inga sé í far­vatn­inu og áhug­inn mik­ill.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is