Home Fréttir Í fréttum Baðlón og hótel fyrir 20 milljarða

Baðlón og hótel fyrir 20 milljarða

83
0
Hér má sjá hluta af fyrirhuguðu hóteli og baðlóni. Teikning/Populous

Eig­end­ur World Class áforma að reisa heilsu­hót­el og baðlón ásamt lík­ams­rækt á Fitj­um í Njarðvík. Skipu­lagið er í kynn­ingu og ef allt geng­ur að ósk­um gætu fram­kvæmd­ir haf­ist á næsta ári.

<>

Björn Leifs­son, einn eig­enda World Class, bind­ur von­ir við að lónið verði opnað 2028. Hann seg­ir ekki ólík­legt að verk­efnið muni kosta um 20 millj­arða.

Veit­ingastaður með út­sýni
Lónið verði þrískipt. Í fyrsta lagi baðstofu­lón fyr­ir hót­elgesti og spa-gesti. Í öðru lagi al­menn­ing­slón og í þriðja lagi barnalón með leik­tækj­um.

Neðar á lóðinni verða tvö gufu­böð, hálfniðurgraf­in, og heit­ur og kald­ur pott­ur. „Þá verður veit­ingastaður við lón­in með út­sýni til hafs,“ seg­ir Björn Leifs­son.

Á hæðum 2-5 verða hót­el­her­bergi, 30,5 til 56 fer­metra stór, og þak­b­ar með auk­inni loft­hæð sem snýr að hafi. Bygg­ing­in verður ríf­lega 19.000 fer­metr­ar og kjall­ar­inn 3.000 til 4.000 fer­metr­ar.

Við hót­elið verða 121 bíla­stæði of­anj­arðar og því sam­tals 332 stæði við hót­elið.

Fjallað er um áformin í ViðskiptaMogg­an­um í dag og birt­ar mynd­ir af verk­efn­inu í fyrsta skipti.

Heimild: Mbl.is