Home Fréttir Í fréttum Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar

Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar

26
0
Sigurþór Guðmundsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni segir menn ekki gefast upp þótt vegurinn fari aftur og aftur undir hraun. VÍSIR/ARNAR

Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk.

<>

Sigurþór Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir stórt svæði Grindavíkurvegs þegar hafa farið undir. Það er þó ekki einu vegurinn sem hraunið hefur runnið yfir því í gosinu sem nú er í gangi hefur hraun runnið yfir þrjá vegi sem liggja að Grindavík. Það er Nesveg, Norðurljósaveg og Grindavíkurveg.

Aðstæður í dag við Grindavíkurveg.
VÍSIR/ARNAR

„Það töpuðust allir vegir má segja, nema Suðurstrandarvegur, og við vissum það svo sem að það var von á því. Varnargarðar eru að beina hrauni að vegunum og þeir eru í lengd þannig það er óhjákvæmilegt að það verði áföll í vegagerð á þessum stöðum.“

Vonast til að framkvæmdir við Grindavíkurveg geti hafist í þessari viku. Sigurþór segir að Vegagerðin reyni alla jafna að grípa fljótt inn í við að gera nýja vegi og það sé nú horft til þess að færa veginn vestar.

„Við erum ekki endanlega búin að ákveða veglínu en við skoðum og að fljúga þetta og mæla og veljum líklega svo bara bestu línu sem hægt er að ná í gegnum þetta með sem minnstum tilkostnaði,“ segir Sigurþór. Við hönnunina verði horft til þess hvernig svæðið geti þróast í framtíðinni.

Sigurþór segir frábæran hóp koma að framkvæmdum að svæðinu og mikill hugur sé enn í hópnum þó sömu vegirnir fari aftur og aftur undir hraun.

„Við förum í það eins fljótt og hægt er og öruggt. Allavega í þessum atburði. En síðan er það bara þannig að við erum að kljást við náttúruna í þessu og þegar við töpum þá byrjum við aftur.“

Heimild: Visir.is