Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: Um 140 m.kr. í ný bílastæði við höfnina

Ísafjörður: Um 140 m.kr. í ný bílastæði við höfnina

54
0
Hollenska skipið Nieuw Statendam við Sundabakka í gær. Skipið er 299 metra langt. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hafnarstjórn Ísafjarðarhafna hefur falið Hilmari Lyngmó, hafnarstjóra að undangengnu útboði að semja við Verkhaf ehf í Súgandafirði um gerð bílastæða og rútustæða við Hrafnatanga/Kríutanga á Suðurtanga á Ísafirði.

<>

Um er að ræða um 3.500 fermetra stæði fyrir rútur og leigubíla. Áætlaður kostnaður er um 120 m.kr. og malbik því til viðbótar er um 20 m.kr.

Að sögn Hilmars Lyngmó eru framkvæmdir hafnar og er búist við því að þeim ljúki með malbikun í lok ágúst.

Samið verður við verktaka á einingarverðum útboðs síðasta árs, að teknu tilliti til vísitöluhækkunar. Áætlaður heildarkostnaður er undir útboðsmörkum segir í fundargerð hafnarstjórnar.

Heimild: BB.is