Home Fréttir Í fréttum Leggja fram stórtækar hugmyndir um Brákarey

Leggja fram stórtækar hugmyndir um Brákarey

105
0
Festir kynnti í kvöld stórtækar hugmyndir um uppbyggingu í Brákarey. Samsett mynd/Borgarbyggð/Festir

Fjöl­mennt var á íbúa­fundi í Borg­ar­nesi í gærkvöldi þar sem íbú­ar Borg­ar­byggðar fengu kynn­ingu á til­lög­um að nýju ramma­skipu­lagi fyr­ir Brákarey í Borg­ar­nesi. Til­lög­urn­ar fela í sér að gam­alt skipu­lag víki fyr­ir nýju og að í Brákarey verði veg­legt og skjólgott miðbæj­ar­torg þar sem ým­ist verður at­vinnu­starf­semi, íbúðar­hús­næði, hót­el og baðlón.

<>

Til­lög­urn­ar voru lagðar fram og unn­ar af Festi í fram­haldi af sam­komu­lagi við Borg­ar­byggð um hug­mynda- og skipu­lags­vinnu fyr­ir Brákarey sem var und­ir­ritað í ág­úst 2022.

Fest­ir leiddi í fram­hald­inu arki­tekta­stof­urn­ar Studio Marco Piva, JVST, MADMA og T.Ark til sam­starfs­ins um hönn­un á svæðinu að hluta og í heild.

Teikn­ing/​Fest­ir

Aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðamenn og upp­lif­un fyr­ir heima­fólk
Það voru þeir Ró­bert Aron Ró­berts­son, fram­kvæmda­stjóri Festi, og Þor­steinn Ingi Garðars­son verk­efna­stjóri hjá Festi, sem kynntu til­lög­urn­ar fyr­ir íbú­um

Sagði Ró­bert að Fest­ir sæi fyr­ir sér nýtt kenni­leiti á Íslandi sem væri bæði aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðamenn og upp­lif­un fyr­ir heima­fólk að njóta.

Teikn­ing/​Fest­ir

Þá sagði Þor­steinn að snemma í ferl­inu hefði verið lögð áhersla á að hafa ekki há­reista byggð held­ur frek­ar þétta og skjólgóða.

Þegar Þor­steinn Ingi hafði lokið kynn­ingu sinni var spilað mynd­skeið þar sem íbú­ar fengu að ferðast um eyj­una í þrívídd. Það mátti heyra hrifn­ingu íbúa og mikið lófa­tak að mynd­skeiðinu lokn­um.

Teikn­ing/​Fest­ir

Því næst fengu íbú­ar tæki­færi til að spyrja spurn­inga og við það sköpuðust líf­leg­ar umræður. Flest­ir tóku vel í hug­mynd­ina og sögðu hana spenn­andi á meðan aðrir höfðu áhyggj­ur af um­fangi hug­mynd­ar­inn­ar. Það ber þó að taka fram að ein­ung­is er um frum­hönn­un að ræða sem get­ur tekið breyt­ing­um.

Heimild: Mbl.is