Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Varmahlíð

Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Varmahlíð

63
0
Leikskólabörn í Varmahlíð tóku fyrstu skóflustungur af nýrri byggingu fyrir leikskólann Birkilund. aðsent – Skagabyggð

Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Varmahlíð var tekin á dögunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu segir biðina hafa verið langa og fagnar því að starfsemin færist brátt úr fyrra húsnæði sem hann segir óhentugt.

<>

Krakkar á leikskólanum Birkilundi í Varmahlíð tóku fyrstu skóflustungur að nýrri byggingu leikskólans í vikunni sem leið við hátíðlega athöfn. Ísak Frosti, nemandi á leikskólanum, fékk heiðurinn af allra fyrstu stungunni.

Núverandi húsnæði ekki hentugt
Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, segir biðina hafa verið langa. Hann fangar því að starfsemin færist brátt úr fyrra húsnæði sem hann segir vera óhentugt enda upphaflega ekki hugsað undir leikskólastarfsemi.

Hannaður með tilliti til frekari stækkunar
Nýr leikskóli verður staðsettur við hlið Varmahlíðarskóla. Tekið er mið af því í öllu hönnunarferli að hægt verði að stækka hann enn frekar síðar meir ef á þarf að halda. Þá er byggingin hugsuð með frekara samstarf milli skólastiga í huga.

aðsent / Skagabyggð

Nýja byggingin verður 550 fermetrar og rúmar 65 börn. Áætlað er að nýi leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2025. Framkvæmdir hófust strax í framhaldi af fyrstu skóflustungum barnanna.

Heimild: Ruv.is