Home Fréttir Í fréttum Stuðst við 85 ára gamla teikningu

Stuðst við 85 ára gamla teikningu

69
0
Húsið númer 5 við Hafnarstræti er stór bygging sem setur sterkan svip á miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Skipu­lags­full­trúi hef­ur nú til skoðunar beiðni um að hækka um tvær hæðir áber­andi hús í miðborg­inni, Hafn­ar­stræti 5. Það óvenju­lega er að stuðst er við 85 ára gamla teikn­ingu eft­ir arki­tekt húss­ins, Ein­ar Er­lends­son.

<>

Jafn­framt er óskað eft­ir því að fá að hækka um tvær hæðir næsta hús fyr­ir aust­an, Hafn­ar­stræti 7. Þess­ar fyr­ir­spurn­ir eru sam­kvæmt til­lögu arki­tekta­stof­unn­ar Nordic Office of Architect­ure. Mál­inu var vísað til um­sagn­ar verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Glæsi­leg bygg­ing
Húsið Hafn­ar­stræti 5 er glæsi­leg bygg­ing, þrjár hæðir, kjall­ari og ris. Það stend­ur milli Tryggvagötu og Hafn­ar­stræt­is og fram­hliðin snýr að Naust­un­um. Set­ur húsið mik­inn svip á Kvos­ina í miðborg­inni og því myndi stækk­un þess hafa eft­ir­tekt­ar­verða breyt­ingu í för með sér á miðborg­ina. Húsið er í dag alls 3.810 fer­metr­ar og fast­eigna­mat tæp­lega 1,5 millj­arðar króna.

Mjólk­ur­fé­lag Reykja­vík­ur byggði húsið árið 1929 og var það kallað Mjólk­ur­fé­lags­húsið.

Mjólk­ur­fé­lag Reykja­vík­ur var stofnað 1917 og var upp­haf­lega sam­vinnu­fé­lag. Árið 1930 kom fé­lagið á fót full­kom­inni mjólk­ur­vinnslu­stöð við Snorra­braut. Síðar var Osta- og smjör­sal­an þar til húsa og enn síðar Söng­skól­inn. Nú stend­ur til að hefja þar hót­el­starf­semi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 30. maí.

Heimild: Mbl.is