Home Fréttir Í fréttum VÍS þarf að bæta hluta jarð­ýtu í mann­skæðu vinnu­slysi

VÍS þarf að bæta hluta jarð­ýtu í mann­skæðu vinnu­slysi

93
0
Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. VÍSIR/SIGURJÓN

Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu.

<>

Slysið átti sér stað aðfararnótt 22. október árið 2020. Jarðýta á vegum GT verktaka féll þá úr mikilli hæð ofan í malarnámu í Þrengslunum með þeim afleiðuingum að stjórnandi hennar lést. VÍS hafnaði því að bæta verktakafyrirtækinu tjónið vegna stórkostlegs gáleysis stjórnandans sem var ölvaður.

GT verktakar stefndu VÍS og komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að tryggingafélaginu bæri að bæta þriðjung tjónsins þar sem ósanngjarnt væri að láta fyrirtækið bera eitt ábyrgð á því. Ekki hefði verið séð að fyrirtækið hefði mátt vita af ölvun stjórnandans eða geta komið í veg fyrir að hann stjórnaði ýtunni í því ástandi.

Þessu vildu hvorki VÍS né GT verktakar una og áfrýjuðu bæði fyrirtæki dómnum til Landsréttar. Hann staðfesti niðurstöðuna úr héraði í dag og taldi rétt að skerða bætur verktakafélagsins um tvo þriðju vegna sakar stjórnanda jarðýtunnar.

Heimild: Visir.is