Home Fréttir Í fréttum Verk­tak­ar æ oft­ar á gráa svæðinu

Verk­tak­ar æ oft­ar á gráa svæðinu

235
0
mbl.is/​Styrm­ir Kári

mFor­stjóri Ístaks lýs­ir þung­um áhyggj­um af meintri notk­un verk­taka­fyr­ir­tækja á vinnu­afli sem sótt er í gegn­um út­lend­ar starfs­manna­leig­ur.

<>

Seg­ir hann að brögð séu að því að vinnu­afl sem komi til lands­ins í gegn­um er­lend­ar starfs­manna­leig­ur sé munstrað upp sem und­ir­verk­tak­ar við stór­verk­efni. Þannig geti verk­tak­ar und­ir­boðið aðra á markaði og náð stór­um verk­efn­um til sín, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Í gögn­um sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um kem­ur fram að eitt og sama verk­taka­fyr­ir­tækið, LNS Saga, sem er í eigu norska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Leon­h­ard Nil­sen & Sønner AS, hef­ur hreppt nokk­ur af allra stærstu verk­efn­un­um sem boðin hafa verið út í land­inu á und­an­förn­um miss­er­um. Það á meðal ann­ars við um stór­fram­kvæmd­ir á veg­um Lands­virkj­un­ar við Þeistareyki og bygg­ingu Nýja Land­spít­al­ans á nýju sjúkra­hót­eli við spít­al­ann.

Heimild: Mbl.is