Home Fréttir Í fréttum Íslandsbankahúsið verður horfið í haust

Íslandsbankahúsið verður horfið í haust

115
0
Staðan í dag. Efstu hæðir hússins eru komnar í Sorpu. Útlitið nú minnir helst á hús á stríðssvæðum í útlöndum. mbl.is/sisi

Niðurrif Íslands­banka­húss­ins á Kirkju­sandi hef­ur gengið vel.

<>

Áætl­un verk­taka miðar að því að fljót­lega í haust verði húsið horfið af yf­ir­borði jarðar. En miðað við gang mála standa von­ir til að niðurrif­inu ljúki seinnipart sum­ars.

Byrjað var að rífa inn­an úr hús­inu í des­em­ber í fyrra og síðan var haf­ist handa við að rífa glugga og karma. Nú eru efstu hæðirn­ar horfn­ar. Verktak­inn mun síðan halda áfram, skref fyr­ir skref. Þetta er vænt­an­lega eitt um­fangs­mesta niðurrif húss á land­inu.

Bygg­ing­in stóra á Kirkju­sandi var upp­haf­lega frysti­hús sem reist var á ár­un­um 1955-1962 af hluta­fé­lög­un­um Júpíter og Mars.

Frysti­húsið var síðar inn­réttað sem skrif­stofu­hús fyr­ir aðal­stöðvar Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga (SÍS).

Um­fangs­mik­il upp­bygg­ing

Síðast voru þarna aðal­stöðvar Íslands­banka til árs­ins 2017. Húsið var þá dæmt ónýtt vegna myglu og Íslands­banki flutti í Kópa­vog.

Þegar lokið verður við að rífa húsið, fjar­lægja leif­ar þess og laga lóðina hefst þar um­fangs­mik­il upp­bygg­ing fjöl­býl­is­húsa. Heim­ilt er að byggja allt að 225 íbúðir á lóðinni við Kirkju­sand. Leyfi­legt heild­ar­bygg­ing­ar­magn verður 51.000 fer­metr­ar.

Íslands­banka­húsið er rétt tæp­ir 7.000 fer­metr­ar. Eig­and­inn, Ísland­s­jóðir, samdi við fé­lagið A.B.L. tak ehf. um niðurrifið en það varð hlut­skarp­ast í opnu útboði.

Morg­un­blaðið fékk þær upp­lýs­ing­ar hjá Íslands­sjóðum að því efni sem til fell­ur við niðurrifið væri fargað hjá Sorpu. Húsið var svo illa farið að end­ur­nýt­ing­ar­hlut­fall úr­gangs var metið 0%.

Verk­taka var þó heim­ilt að end­ur­nýta efni að eig­in vild en óheim­ilt er að geyma það á verkstað.

Heimild: Mbl.is