Home Fréttir Í fréttum Friðaður húnn gæti átt afturkvæmt á Alþingi

Friðaður húnn gæti átt afturkvæmt á Alþingi

53
0
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir hægt að setja gamla húninn á hurðina að nýju. Samsett mynd

Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is seg­ir að vel komi til greina að hurðar­húnn sem fjar­lægður var af hurð þing­flokks­her­bergs Miðflokks­ins í Alþing­is­hús­inu verði sett­ur á sinn stað aft­ur. Húsið er friðað að inn­an sem utan.

<>

Skipt var um hún sök­um þess að sá sem fyr­ir var á hurðinni var orðinn las­inn auk þess sem ör­ygg­is­sjón­ar­mið réðu för.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins kvartaði ný­lega und­an því að nær 150 ára gam­all hurðar­húnn hafi verið fjar­lægður af hurðinni á þing­flokks­her­berg­inu. Sagði hann það ekki angra sig þó húnn­inn hafi ekki virkað sem skyldi og að dyrn­ar hafi gjarn­an verið opn­ar í hálfa gátt.

Nýi húnn­inn er öllu ný­tísku­legri. Ljós­mynd/​Aðsend

Í stað gamla húns­ins hef­ur verið sett­ur nú­tíma­leg­ur stál­húnn með falsi.

Aðgangs­stýr­ing
„Ég fór strax af stað að skoða málið. Þetta er al­gjör­lega aft­ur­kræf aðgerð,“ seg­ir Ragna. Hún seg­ir að ör­ygg­is­sjón­ar­mið hafi ráðið för þegar gamli húnn­inn var fjar­lægður.

„Þetta var vegna aðgangs­stýr­ing­ar og það er al­veg til skoðunar að skipta aft­ur yfir í gamla hún­inn ef svo ber und­ir,“ seg­ir Ragna.

Friðað hús að utan sem inn­an
Alþing­is­húsið við Kirkju­stræti 14 var friðað í des­em­ber árið 1973 og var meðal þeirra fyrstu sem friðað var af húsafriðun­ar­nefnd. Friðunin er sam­kvæmt A-flokki sem þýðir að húsið sé friðað að utan sem inn­an.

Pét­ur H. Ármanns­son, sviðsstjóri á hús­vernd­ar­sviði hjá Minja­stofn­un Íslands, seg­ir að Minja­stofn­un hafi ekki óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um málið en alla jafna ætti að hafa sam­ráð við hana um var­an­leg­ar breyt­ing­ar á hús­inu.

„Við hjá Minja­stofn­un höf­um ekk­ert heyrt af þessu húna­máli í Alþing­is­hús­inu um­fram það sem fram kom í frétt­um. Alþingi hef­ur oft­ast haft mjög gott sam­ráð við okk­ur varðandi öll atriði að inn­an sem utan,“ seg­ir Pét­ur.

Heimild: Mbl.is