Home Fréttir Í fréttum Meirihluti íbúðanna er seldur

Meirihluti íbúðanna er seldur

79
0
Borgartún 24. Fjölbýlishúsið setur orðið mikinn svip á Borgartúnið. mbl.is/Eyþór

Búið er að selja rúm­an helm­ing íbúða á þrem­ur þétt­ing­ar­reit­um í miðborg Reykja­vík­ur.

<>

Alls hafa verið seld­ar 68 íbúðir af 133 á reit­un­um þrem­ur, sam­kvæmt sölu­vefj­um verk­efn­anna, og hafa þar af 28 íbúðir selst frá ára­mót­um (sjá graf).

Flest­ar íbúðanna hafa selst í Borg­ar­túni 24 en þar hafa selst 35 af 64 íbúðum. Þá eru meðtald­ar tvær þak­í­búðir, íbúðir 701 og 702, en ásett verð þeirra var 179,9 og 159,9 millj­ón­ir króna. Þá hafa selst 19 íbúðir af 35 á Snorra­braut 62 og 14 íbúðir af 34 í Skip­holti 1.

Fast­eigna­fé­lagið Snorra­hús bygg­ir húsið á Snorra­braut.

Krist­inn Þór Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Snorra­húsa ehf., seg­ir eft­ir­spurn­ina hafa glæðst að und­an­förnu. Hann vænti þess að hafa selt flest­ar íbúðanna í sum­ar­lok.

Fjór­tán hækk­an­ir í röð
Þegar ViðskiptaMogg­inn ræddi við Krist­inn Þór í nóv­em­ber síðastliðnum sagði hann koma til greina að taka óseld­ar íbúðir á Snorra­braut úr sölu og geyma á lag­er þar til stífla Seðlabank­ans brysti.

Með því vísaði Krist­inn Þór til vaxta­stefnu Seðlabank­ans en hann áætlaði að nafn­verð íbúðar­hús­næðis á höfuðborg­ar­svæðinu myndi hækka um 25% á næstu tveim­ur árum.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í fyrra­dag að vext­ir yrðu óbreytt­ir. Meg­in­vext­ir verða því áfram 9,25% en vext­irn­ir voru hækkaðir úr 8,75% í 9,25% hinn 23. ág­úst síðastliðinn og hafa verið óbreytt­ir síðan. Það var fjór­tánda hækk­un Seðlabank­ans í röð frá maí 2021.

Krist­inn Þór seg­ir ákvörðun Seðlabank­ans í sjálfu sér ekki koma á óvart.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í gær, föstu­dag.

Heimild: Mbl.is