Home Fréttir Í fréttum Eftirspurn langt umfram framboð

Eftirspurn langt umfram framboð

108
0
Vignir segir að í hverjum mánuði leigi fólk út um 400 til 500 eignir í gegnum myigloo.is en að jafnaði séu um 2.000 einstaklingar sem sæki um eignirnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vign­ir Már Lýðsson, fram­kvæmda­stjóri fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Leigu­skjóls, seg­ir dæmi um hundruð um­sókna um eign­ir sem aug­lýst­ar eru til leigu á vefn­um myigloo.is. Fé­lagið á og rek­ur vef­inn og þá m.a. í sam­starfi við mbl.is.

<>

Vign­ir seg­ir að í hverj­um mánuði leigi fólk út um 400 til 500 eign­ir í gegn­um myigloo.is en að jafnaði séu um 2.000 ein­stak­ling­ar sem sæki um eign­irn­ar. Al­mennt séu því fjór­ir til fimm og stund­um mun fleiri sem sækja um hverja eign og eft­ir­spurn­in því marg­föld.

Hægt er að gera ra­f­ræna leigu­samn­inga í gegn­um vef­inn en í hverj­um mánuði eru hátt í eitt þúsund samn­ing­ar und­ir­ritaðir og áætl­ar Vign­ir að vel væri hægt að gera 1.500 til 2.000 samn­inga ef fram­boð fast­eigna væri nægt.

„Það er því marg­föld eft­ir­spurn eft­ir leigu­hús­næði,“ seg­ir Vign­ir og tek­ur fram að eft­ir­spurn eft­ir eign­um sé mis­jöfn.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í gær.

Heimild: Mbl.is