Home Fréttir Í fréttum Atvinnuhúsnæði ekki keypt upp í Grindavík

Atvinnuhúsnæði ekki keypt upp í Grindavík

45
0
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eig­end­ur lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja vöktu at­hygli á bágri stöðu sinni með ákalli til ráðherra og þing­manna Suður­kjör­dæm­is í síðustu viku.

<>

Þar var óskað eft­ir upp­kaup­um hins op­in­bera á at­vinnu­hús­næði sem ljóst væri að myndi ekki nýt­ast í bráð.

Af­drátt­ar­laus svör frá rík­is­vald­inu

mbl.is ræddi við Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóra í Grinda­vík, um hvernig þessi mál og önn­ur stæðu í bæn­um.

Fann­ar seg­ir mikið hafa verið fundað með um­rædd­um hóp und­an­farna daga. Boðað hafi verið til fund­ar í Kvik­unni með fyr­ir­tækja­eig­end­um úr Grinda­vík. Hafi sá fund­ur verið vel sótt­ur og ýms­ar gagn­lega upp­lýs­ing­ar komið fram.

„Við höf­um reynt af hálfu bæj­ar­ins að halda utan um þenn­an hóp. Tölu­vert hef­ur verið spurt um upp­kaup á at­vinnu­hús­næði, þá með svipuðum hætti og gert hef­ur verið með íbúðar­hús­næði. Það hafa verið al­veg af­drátt­ar­laus svör frá rík­is­vald­inu að ekki verði keypt upp at­vinnu­hús­næði í bæn­um. Af­greiðslan er skýr, þetta verður ekki gert í þess­um ham­förum frek­ar en öðrum nátt­úru­ham­förum af ýms­um toga, þar sem það hef­ur ekki verið gert.“

Og Fann­ar bæt­ir við:

„Öðru gild­ir um at­vinnu­hús­næði sem orðið hef­ur fyr­ir skemmd­um vegna jarðskjálfta eða jafn­vel hraun­flæðis, þá myndi nátt­úru­ham­fara­trygg­ing bæta þann skaða.“

Staða fyr­ir­tækj­anna ólík

Fann­ar er þá spurður hvort það blasi ekki þá við sá eini kost­ur fyr­ir mörg­um fyr­ir­tækj­um að fara í þrot.

„Aðstæður fyr­ir­tækja eru svo mis­mun­andi. Sum þeirra geta hafið starf­semi ann­ars staðar og jafn­framt haldið viðskipta­sam­bönd­um sín­um. Svo eru önn­ur fyr­ir­tæki sem geta verið hvergi ann­ars staðar en í Grinda­vík.

Von­in er nátt­úru­lega sú að þegar Grind­vík­ing­ar geta snúið til baka, þá sé hægt að hefja starf­semi að nýju í því hús­næði sem hef­ur verið yf­ir­gefið. Viðhaldi þarf að sinna á því hús­næði sem skilið er eft­ir. Þannig að þetta er snú­in staða hvernig sem á hana er litið.“

Ekki skóla­hald í Grinda­vík í haust

Fann­ar er þá spurður út í þá gagn­rýni sem komið hef­ur fram á hversu hægt gangi í upp­kaup­um íbúðahús­næðis á veg­um fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu og hvort sú gagn­rýni hafi ratað á hans borð.

Hann seg­ir fast­eigna­fé­lagið hafa mögu­lega gefið óraun­hæf­ar hug­mynd­ir um hversu hratt myndi ganga í upp­kaup­um. Verk­efnið hafi reynst flókn­ara en svo. Hann seg­ist þó hafa heyrt að búið sé að hleypa nýju kappi í málið.

„Ég hef heyrt að marg­ir séu að fá til­kynn­ing­ar um að nú sé hægt að ganga frá samn­ing­um og stutt­ur tími hafi liðið frá því þar til fólk fái út­borgað.“

Fann­ar er þá spurður um hvaða lausn­ir hafa náðst í skóla­mál­um bæj­ar­ins fyr­ir næsta haust.

„Bæj­ar­yf­ir­völd hafa gefið það út að ekki verða rekn­ir safn­skól­ar fyr­ir grind­vísk börn ann­ars staðar. Sömu­leiðis er það ljóst að það verður ekki skóla­hald í Grinda­vík næsta haust.“

Staðan er ei­lítið önn­ur með leik­skóla­börn. Þá þarf að horfa til ein­hvers kon­ar safn­skóla og verið er að vinna að út­færslu þess. Það gæti verið á Suður­nesj­um, höfuðborg­ar­svæðinu, eða jafn­vel á báðum stöðum.“

Samn­ing­ar við sveit­ar­fé­lög um land allt

Hann seg­ir til­færslu barna í aðra skóla ganga sjálf­krafa fyr­ir sig ef for­eldr­ar þeirra skipta um lög­heim­ili í annað sveit­ar­fé­lag.

Um önn­ur börn gilda samn­ing­ar milli Grinda­vík­ur­bæj­ar og viðkom­andi sveit­ar­fé­lags um þann kostnað sem af því hlýst.

Gerðir hafa verið um 30 slík­ir samn­ing­ar við sveit­ar­fé­lög um land allt.

Yf­ir­gefið hús­næði ekki sýn­ing­ar­grip­ir

Að síðustu er Fann­ar spurður út í fram­haldið og sum­arið, hvernig líst bæj­ar­stjór­an­um á það að ferðamönn­um verði hleypt inn í bæ­inn?

„Það er snú­in staða, því í bæn­um geta víða leynst hætt­ur, einkum á opn­um svæðum. Það er búið að jarðvegs­skanna allt gatna­kerfið. Ég held að íbú­um hugn­ist það ekk­ert sér­stak­lega vel að ókunn­ug­ir séu þarna á ferð eft­ir­lits­laus­ir og að hús­næði þess séu orðnir hálf­gerðir sýn­ing­ar­grip­ir.“

Fann­ar seg­ir þó ýms­ar hug­mynd­ir í far­vatn­inu, meðal ann­ars um skipu­lagðar ferðir inn í bæ­inn, þar sem fólk myndi njóta veit­inga frá rekstr­araðilum í bæn­um, fá að fara á til­tekna staði með leiðsögn og sé svo keyrt aft­ur út úr bæn­um.

Hann seg­ir að ákveðið mynstur sé að grein­ast milli elds­um­brota þar sem eitt­hvað slíkt gæti verið mögu­legt, en bæt­ir við að lok­um:

„Á end­an­um er það svo ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um að ákveða rým­ing­ar og aðgengi að bæn­um eft­ir at­vik­um. Þannig að það eru hvorki bæj­ar­yf­ir­völd eða íbú­ar sem hafa úr­slita­vald í því máli.“

Heimild: Mbl.is