Home Fréttir Í fréttum 30.04.2024 Grassláttur í Ísafjarðarbæ

30.04.2024 Grassláttur í Ísafjarðarbæ

41
0
Mynd: Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær auglýsir útboð á grasslætti í sveitarfélaginu. Verkið er til þriggja ára. Hægt er að bjóða í einstaka hluta verksins, eða verkið í heild. Um er að ræða vélslátt og slátt með sláttuorfum. Heildar fermetratala flata sem á að slá er um 173 þúsund m2.

<>

Helstu dagsetningar:

  • Útboð auglýst 19. apríl 2024
  • Fyrirspurnatíma lýkur 26. apríl 2024
  • Svarfrestur fyrirspurna 29. apríl 2024
  • Opnunartími tilboða 30. apríl 2024 kl. 14:00
  • Upphaf samningstíma 15. maí 2024
  • Lok samningstíma 31. ágúst 2026

Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti smarik@isafjordur.is frá og með 19. apríl.