Home Fréttir Í fréttum Endurmat brunabótamats í Grindavík varpar ljósi á mögulegt vanmat um allt land

Endurmat brunabótamats í Grindavík varpar ljósi á mögulegt vanmat um allt land

69
0
Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Endurmat hefur verið framkvæmt á 840 eignum í Grindavík og fimm eignir farið í gegnum fyrsta mat. Þetta hefur leitt til mikillar hækkunar á brunabótamati sem gefur vísbendingu um að brunabótamat sé vanmetið um allt land.

<>

Endurmat á 840 eignum í Grindavík leiddi til 7,4 milljarða hækkunar á brunabótamati. Brunabótamat hverrar eignar hækkaði því að meðaltali um 8,8 milljónir við endurmat.

Miðað er við brunabótamat í uppkaupum ríkisins á eignum Grindvíkinga en þeir fá greitt út 95 prósent af matinu. Því hafa margir farið fram á endurmat á brunabótamati síðustu vikur áður en þeir selja hús sín.

840 af 1200 íbúðareignum endurmetnar

Frá því í nóvember hafa 840 eignir í Grindavík verið endurmetnar og fimm teknar í fyrsta mat.

Á sama tíma hefur ástand um 30 eigna verið metið tjónað að öllu leyti eða hluta þannig að brunabótamat viðkomandi eigna hefur verið lækkað eða verið fellt alveg úr gildi.

Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var brunabótamat allra íbúðaeigna í Grindavík um 79,2 milljarðar króna í nóvember. Í dag nemur það 86,9 milljörðum króna.

Um 1,7 milljarðar af því eru til komnir vegna vístöluhækkunar sem nemur 2,19 prósentum. Um 500 milljónir vegna fyrsta brunabótamats og loks 7,4 milljarðar vegna endurmats eigna.

Þær eignir sem hafa verið færðar niður voru metnar í kringum 1,9 milljarða og er sú tala því dregin frá heildarsummunni.

Brunabótamat líklega vanmetið um allt land

Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að út frá þessu megi áætla að brunabótamat sé vanmetið um allt land og að fjölmargir fasteignaeigendur séu því vantryggðir.

Hér má lesa nánar um úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Heimild: Ruv.is