Home Fréttir Í fréttum Borað í sjávarbotn undir Sundabraut

Borað í sjávarbotn undir Sundabraut

59
0
Friðrik Þór Halldórsson er rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Hann segir bergið ekkert sérstakt en fulllnægjandi fyrir brú. RÚV – Arnór Fannar Rúnarsson

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru þessa dagana að bora í jarðlög á sjávarbotni þar sem væntanleg brú, sem er hluti af Sundabraut, á að koma. Verkið hefur gengið afar vel fram til þessa.

<>

Þessa dagana er verið að kanna berglög á Sundunum í Reykjavík þar sem hugsanleg brú sem tengist Sundabraut á að að koma. Verkið hefur gengið afar vel fram til þessa.

Til stendur að bora allt að 600 holur, bæði í sjó og á landi. Notaður er heljarinnar prammi við verkið sem haldið er stöðugum með fjórum löppum og hann stilltur af áður en borun hefst.

Friðrik Þór Halldórsson er rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni: „Núna erum við að bora fyrir veglínunni fyrir Sundabrautinni sem kemur hérna yfir.“

Horft úr brúnni á borprammanum. Fram undan sést borinn og til beggja handa tvær af fjórum löppum sem halda prammanum stöðugum meðan verið er að bora.
RÚV – Benedikt Sigurðsson

Friðrik segist telja að boraðar verði um sex hundruð holur til þess að kanna undirlag Sundabrautar. Bæði á sjó og á landi. Vel hefur gengið að bora og eru boraðar allt að sex holur á dag. Upphaflega var reiknað með að þær yrðu tvær.

Friðrik segir bergið ekkert sérstakt, eins og oft sé um íslenskt berg: „Þetta virðist vera mikill jökulruðningur hérna undir. Og bergið er ekkert voðalega hart. En þetta er allt í lagi.

Nóg til þess að bera brú? Já, já, alveg nóg sko.“ Reiknað er með að þessum rannsóknum ljúki í vor.

Heimild: Ruv.is