Home Fréttir Í fréttum Bestla keypti eftirsótta lóð á Nauthólsvegi

Bestla keypti eftirsótta lóð á Nauthólsvegi

114
0
Byggingarlóðin er við Hlíðarenda og Hótel Loftleiðir. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/RVK

Bestla þró­un­ar­fé­lag ehf. hef­ur keypt bygg­ing­ar­rétt­inn á lóðinni Naut­hóls­vegi 79 af Reykja­vík­ur­borg.

<>

Verð lóðar­inn­ar var 715,7 millj­ón­ir króna og bundið bygg­ing­ar­vísi­tölu í nóv­em­ber sl. Jafn­framt greiðir Bestla um 102,5 millj­ón­ir í gatna­gerðar­gjöld.

Guðjón Helgi Guðmunds­son, bygg­ing­ar­stjóri Bestlu bygg­ing­ar­fé­lags, seg­ir áformað að hefja jarðvinnu í haust.

Guðjón Helgi og Jón Ágúst Garðars­son eru eig­end­ur fé­lags­ins.

Nokk­ur til­boð bárúst

For­saga máls­ins er að 29. júní síðastliðinn voru bókuð inn til­boð vegna aug­lýs­ing­ar um sölu bygg­ing­ar­rétt­ar á lóðinni Naut­hóls­vegi 79.

Fé­lagið Skientia ehf. var hæst­bjóðandi en fé­lagið bauð 751 millj­ón króna í lóðina. Næst­hæsta boð kom frá ÞG Asp­ar­skóg­um ehf. eða 665 millj­ón­ir. REIR verk varð svo í þriðja sæti en það bauð 419 millj­ón­ir.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is