Home Fréttir Í fréttum Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“

Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“

102
0
Það sem eitt sinn var stórt og virðulegt hús við Kirkjusand er nú rústir einar. VÍSIR/VILHELM

Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði.

<>
Ferlið er flókið að því leyti að mikið er um ýmiskonar efni sem þarf að flokka rétt.
VÍSIR/VILHELM

Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári.

VÍSIR/VILHELM

Í samtali við fréttastofu segir Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Nú sé verið að taka allt innan úr húsinu auk þess að fjarlægja þakið.

Í samtali við fréttastofu segir Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Nú sé verið að taka allt innan úr húsinu auk þess að fjarlægja þakið.

VÍSIR/VILHELM

“Nú erum við í raun að tæta allt niður nema steypu.”

„Vonandi eftir viku eða tvær vikur er hægt að fara í að klippa húsið niður. Það tekur nokkra mánuði, tvo plús.“

Andrés segir verkið flókið að því leitinu að mikið sé um allskonar efni sem þurfi að flokka rétt. Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis.

Um sex manns vinna nú að því að rífa húsið. VÍSIR/VILHELM

„Vonandi eftir viku eða tvær vikur er hægt að fara í að klippa húsið niður. Það tekur nokkra mánuði, tvo plús.“

Andrés segir verkið flókið að því leitinu að mikið sé um allskonar efni sem þurfi að flokka rétt. Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis.

VÍSIR/VILHELM

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók er ferlið vel á veg komið.

VÍSIR/VILHELM

Heimild: Visir.is