Home Fréttir Í fréttum Alls 42 and­mælt á­stands­skoðunum NTÍ í Grinda­vík

Alls 42 and­mælt á­stands­skoðunum NTÍ í Grinda­vík

19
0
Eignir eru víða skemmdar í Grindavík vegna jarðhræringanna síðustu mánuði. VÍSIR/ARNAR

Alls hafa 42 sent inn andmæli vegna matsgerðar Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) vegna tjónamála í kjölfar náttúruhamfaranna í Grindavík. Alls hafa borist 495 tilkynningar til NTÍ þannig um er að ræða um 8,5 prósent tilkynninga.

<>

Fram kemur í svari NTÍ um málið að þegar andmæli hafi borist vegna tjóna í Grindavík hafi matsmenn verið fengnir til að fara aftur á staðinn til að endurskoða fyrra mat. Af þeim 42 málum þar sem andmæli hafa borist eigi eftir að fara í tjónamat í sjö tilvikum.

Tjónamati er lokið í 354 málum og úrvinnsla matsmanna hafin í alls 138 málum. Þrjú ný mál bíða tjónaskoðunar samkvæmt svari frá NTÍ. Af þeim 495 málum sem hafa borist í heild eru 430 vegna húseigna, 57 vegna lausafjár og innbús og átta vegna veitukerfa.

Athugasemdir þríþættar

„Af ríflega 300 eigendum sem fengið hafa kynningu á matsgerðum hafa 42 sent inn andmæli þar gerðar hafa verið athugasemdir við fyrirliggjandi tjónamat,“ segir í svari frá NTÍ og að athugasemdirnar séu þríþættar.

Í fyrsta lagi telji eigendur að ástand á húsum hafi versnað frá því að tjónamat fór fram. Stór hluti tjónaskoðana fór fram áður en eldgosið hófst í janúar og hafa eldsumbrotin haft nokkur áhrif á húseignir sem til dæmis standa næst sprungum.

Í öðru lagi telji eigendur að reiknaðar tjónabætur dugi ekki til að gera við eignir sínar. Í þriðja lagi greinir eigendum og matsmönnum á um hvort tjón sé af völdum náttúruhamfara eða af öðrum orsökum. Það getur verið vegna til dæmis byggingargalla, raka eða ófullnægjandi frágangs á eigninni.

Ekki sátt við matið

Hilmar Freyr Gunnarsson er einn þeirra Grindvíkinga sem hafa andmælt tjónaskoðun NTÍ. Hann telur að illa hafi verið staðið að skoðununum, útreikningur á kostnaði sé ekki raunhæfur og að mat NTÍ sé ekki raunhæft.

Heimild: Visir.is