Fasteignafélagið Þórkatla keypti fyrstu eignirnar í Grindavík í morgun. Í fyrsta skipti hér á landi var notast við rafræna þinglýsingu á eignunum.
Rafræn þinglýsing á eignunum fór í gegn í morgun en þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem rafrænt fyrirkomulag er notað. Fréttastofa hefur talað við Grindvíkinga sem hafa lent í vandræðum þar sem sölu á eignum þeirra er ekki lokið þrátt fyrir þeir hafi gengið frá kaupsamningi á nýjum eignum.
Fyrir liggja 675 umsóknir um kaup á eignum í Grindavík en samkvæmt upplýsingum frá Þórkötlu eru þær unnar eins hratt og hægt er. Ferlið er flókið og reynt er að afgreiða einföldustu kaupin fyrst.
Heimild: Ruv.is