Home Fréttir Í fréttum Segir talsvert um galla í nýbyggingum

Segir talsvert um galla í nýbyggingum

88
0
Hildur segist þekkja dæmi um verið sé að vinna með byggingarefni í byggingu nýrra húsa sem standast hvorki regluverk né íslenskar aðstæður. Myndin er úr safni. mbl.is/Arnþór

Hild­ur Ýr Viðars­dótt­ir, vara­formaður Hús­eig­enda­fé­lags­ins og einn eig­anda lög­fræðistof­unn­ar Lands­lög, tel­ur að þörf sé á breyt­ing­um á reglu­verki í kring­um þau bygg­ing­ar­efni sem notuð eru hér á landi. Hún seg­ist þekkja dæmi um verið sé að vinna með bygg­ing­ar­efni í bygg­ingu nýrra húsa sem stand­ast hvorki reglu­verk né ís­lensk­ar aðstæður.

<>

„Árið er 2024 og það er enn tals­vert um galla í ný­bygg­ing­um,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is.

Hild­ur tek­ur und­ir það sem kem­ur fram í grein sem Svana Helen Björns­dótt­ir skrifaði í Morg­un­blaðið um helg­ina. Svana bend­ir á í grein sinni að myglu- og raka­vanda­mál séu að verða enn al­geng­ari vegna nýrra aðferða.

Bygg­ing­ar­efn­in stand­ast ekki kröf­ur

„Ég þekki dæmi um galla­mál þar sem hef­ur verið að nota lofta­dúka sem stand­ast ekki kröf­ur bygg­ing­ar­reglu­gerðar og glugg­ar sem stand­ast ekki kröf­ur,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir það hafa mik­il áhrif á fólk sem lend­ir í því að kaupa fast­eign sem held­ur ekki vatni. Til dæm­is geti slík vanda­mál leitt af sér myglu­vanda­mál sem síðan geta leitt til heilsu­brests.

Hild­ur tek­ur und­ir með grein Svönu sem bend­ir á að gæði bygg­ing­ar­efna, sem koma til lands­ins, séu ekki prófuð áður en þau séu notuð.

„Það eru greini­lega að koma inn á markaðinn bygg­ing­ar­efni sem upp­fylla ekki lög og skyld­ur og henta ekki fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður,“ seg­ir Hild­ur.

Hild­ur tek­ur Bret­land sem dæmi um land sem tók í gegn reglu­verk sitt að því er varðar eft­ir­lit með bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um og ábyrgð á göll­um tengd­um þeim í kjöl­far brun­ans í Gren­fell Tower árið 2017. Í kjöl­far brun­ans var nýju embætti komið á fót.

„Þá var allt eft­ir­lit aukið og fyrn­ing­ar­frest­ir lengd­ir og gerðar kröf­ur um meðábyrgð fyr­ir­tækja sem tengj­ast bygg­ing­araðila.“

Hild­ur Ýr Viðars­dótt­ir vara­formaður Hús­eig­enda­fé­lags­ins seg­ir að end­ur­skoða þurfi reglu­verkið heild­stætt þegar kem­ur að notk­un bygg­ing­ar­efna hér á landi. mbl.is/​Hall­ur Már

Frek­ari fræðsla og breytt reglu­verk

„Maður velt­ir fyr­ir sér hvort það þurfi ekki að breyta reglu­verk­inu heild­stætt,“ seg­ir hún og bæt­ir við að einnig sé mik­il­vægt að auka fræðsluna í þess­um mál­um.

„Bæði þeirra sem eru að byggja og þeirra sem eru að kaupa. Hvað eiga neyt­end­ur að hafa í huga við kaup á fast­eign,“ spyr Hild­ur.

Hún seg­ist þá einnig þekkja til dæma þar sem bygg­ing­ar­efn­in, sem eru keypt til lands­ins, eru ekki gölluð en lát­in standa í óveðri svo mánuðum skipti eins og efni fyr­ir glugga svo dæmi sé tekið.

„Þá eru þeir bún­ir að missa eig­in­leika sína og svo lek­ur húsið af því að það var ekki rétt meðferð á glugg­un­um,“ seg­ir Hild­ur.

Heimild: Mbl.is